Viðmið um val á mikilvægum fuglasvæðum

Viðmið við val á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi er byggt á viðmiðum BirdLife International.

Tuttugu viðmið hafa verið þróuð til að velja mikilvæg fuglasvæði í Evrópu og eiga tíu við á Íslandi. Á grundvelli þeirra er hægt að greina alþjóðlega þýðingu svæða fyrir:

  • Tegund í hættu
  • Tegund sem verpur í byggðum eða safnast í stóra hópa
  • Safn tegunda með takmarkaða útbreiðslu (á heimsvísu; á ekki við Ísland)
  • Safn tegunda sem bundnar eru við eitt lífbelti

Töluleg viðmið hafa verið skilgreind á þann hátt að greina megi stigvaxandi alþjóðlegt mikilvægi svæðis fyrir tegund á þremur landfræðilegum skölum:

  • Á heimsvísu (A-viðmið)
  • Á Evrópuvísu (B-viðmið)
  • Innan Evrópusambandsins (C-viðmið; á ekki við Ísland)

A: Á heimsvísu

A1. Tegund sem er í hættu á heimsvísu

Á svæðinu er vitað eða talið að reglulega sé að finna umtalsverðan hluta stofns tegundar sem er í hættu á heimsvísu eða ástæða er til að hafa áhyggjur af.

A3. Tegund bundin við eitt lífbelti

Á svæðinu er vitað eða talið að sé umtalsvert samsafn tegundar sem verpur að miklu eða öllu leyti í einu lífbelti.

A4. hópar/byggðir

i:  Á svæðinu er vitað eða talið að reglulega sé að finna ≥ 1% af landfræðilega afmörkuðum stofni vatnafugls sem verpur í þéttum byggðum eða safnast í stóra hópa.

ii:  Á svæðinu er vitað eða talið að reglulega sé að finna ≥ 1% af heimsstofni sjófugls eða þurrlendisfugls sem verpur í þéttum byggðum eða safnast í stóra hópa.

iii: Á svæðinu er vitað eða talið að reglulega sé að finna ≥ 20.000 vatnafugla eða ≥10.000 pör sjófugla af einni eða fleiri tegund.

B: Á Evrópuvísu

B1. hópar/byggðir

i:  Á svæðinu er vitað eða talið að reglulega sé að finna ≥1% af farleiðarstofni eða öðrum skýrt afmörkuðum stofni vatnafugls sem verpur í þéttum byggðum eða safnast í stóra hópa.

ii:  Á svæðinu er vitað eða talið að reglulega sé að finna ≥1% af skýrt afmörkuðum stofni sjófugls sem verpur í þéttum byggðum eða safnast í stóra hópa.

iii. Á svæðinu er vitað eða talið að jafnaði sé ≥1% af skýrt afmörkuðum farleiðarstofni eða öðrum skýrt afmörkuðum stofni annarra tegunda [en vatna- og sjófugla] sem verpa í þéttum byggðum eða safnast í stóra hópa.

B2. Tegund stendur höllum fæti í Evrópu.

Svæðið er eitt af þeim mikilvægustu í landinu fyrir tegund á evrópskum válista (CR, E, VU).

B3. Tegund með ákjósanlega verndarstöðu í Evrópu.

Svæðið er eitt af þeim mikilvægustu í landinu fyrir tegund með ákjósanlega verndarstöðu í Evrópu. Álfan er jafnframt höfuðheimkynni tegundar (SPEC 4; þ.e. >helmingur heimsstofns í Evrópu) og verndun svæðisins er talin koma tegundinni til góða (horft er framhjá litlum stofni á jaðri útbreiðslu tegundarinnar).

Töluleg viðmið sem skilgreing mikilvægra fuglasvæða byggist á (pdf)