Varpútbreiðsla
Varpútbreiðsla
Útbreiðsla varpfuglanna er afar misjöfn. Sumar tegundir verpa nánast um land allt, eins og rjúpa og snjótittlingur. Sandlóa, heiðlóa, lóuþræll og þúfutittlingur eru einnig mjög útbreiddir og verpa víða í hálendinu. Aðrar tegundir eru útbreiddar á láglendi, til dæmis stelkur, eða á hálendi eins og heiðagæs. Sumar tegundir verpa fyrst og fremst með ströndum fram, til að mynda tjaldur. Loks má nefna tegundir sem verpa í tiltölulega fáum en oft afar stórum byggðum eins og súla og lundi eða tegundir sem hafa mjög takamarkaða útbreiðslu eins og húsönd.
Var efnið hjálplegt? Aftur upp
Aftur upp
Takk fyrir!