Fréttir

  • 27.02.2006

    Glókollar bíða afhroð

    Glókollar bíða afhroð

    27.02.2006

    GlókollurGlókollurinn sem er einn nýjasti varpfuglinn á Íslandi, virðist hafa beðið afhroð. Aðeins einn fugl sást í árlegri vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar í ársbyrjun; á Tumastöðum í Fljótshlíð, en árið 2002 voru þegar flestir glókollar fundust í talningunni voru þeir 127. Fyrsta glókollsvarpið var staðfest á Hallomsstað 1999 og breiddist varpið hratt út þannig að sumarið 2004 voru þessir minnstu fuglar í Evrópu búnir að leggja undir sig nær alla grenilundi og lerkiskóga á landinu. Þessi öra útbreiðsla er rakin til góðs tíðarfars og mikils sitkalúsafaraldurs sem náði hámarki 2003. Síðan hallaði undan fæti hjá þessum smávaxna fugli, trúlega vegna mikilla vetrarkulda og bleytu haustið 2004. Sumarið 2005 var ljóst að fuglunum hafði fækkað mjög og það sem af er vetri hefur aðeins spurst til örfárra glókolla.