Fréttir

 • 01.03.2006

  Ný sýn í gagnagrunna Náttúrufræðistofnunar

  Ný sýn í gagnagrunna Náttúrufræðistofnunar

  01.03.2006

  PlöntuvefsjáÁ ársfundi Náttúrufræðistofnunar verður opnuð Plöntuvefsjá NÍ, en hún er fyrsta skrefið í þá átt að veita almenningi aðgang að gagnastöfnum stofnunarinnar á netinu. Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur, er verkefnisstjóri Plöntuvefsjárinnar og mun hún kynna þróunarvinnuna og stöðu verksins á Hrafnaþingi n.k. miðvikudag, 1. mars.
  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur það langtímamarkmið að veita aðgang að gagnasöfnun stofnunarinnar á netinu og er vefsjá mjög hentugt verkfæri til þess. Næstu skref í þróun náttúruvefsjánna verða Fuglavefsjá og Smádýravefsjá.