Nýr umhverfisráðherra í heimsókn

Með ráðherranum í för var Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri og fóru þau um skrifstofur stofnunarinnar í Reykjavík og skoðuðu Náttúrugripasafnið. Ráðherrann sýndi kortagerð stofnunarinnar mikinn áhuga sem sjá má hér á síðunni. Ljósmyndir tók Kristbjörn Egilsson.


Blómstrandi blóðberg, ný tegund í Surtsey. Ljósm: Erling Ólafsson, júlí 2006.

Afleiðingar sinubrunans á Mýrum í vor og vöktun á gróðurlendi og dýralífi þar vestra er eitt af þeim verkefnum sem NÍ sinnir fyrir umhverfisráðuneytið. Hér sýna yfirmenn NÍ, Jón Gunnar Ottósson forstjóri og Snorri Baldursson, forstöðumaður upplýsingadeildar ráðherra og ráðuneytisstjóra kort af brunasvæðinu á Mýrum.


Blómstrandi blóðberg, ný tegund í Surtsey. Ljósm: Erling Ólafsson, júlí 2006.

Sigurður H. Magnússon, formaður starfsmannafélags NÍ í Reykjavík, afhenti ráðherranum útskorinn hrafn, sem er einkennismerki stofnunarinnar.