Til hamingju Ísland!

Á næstu dögum, vikum og mánuðum verður unnið að áframhaldandi uppbyggingu þessarar heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Síðunni er skipt upp í 6 meginstoðir sem samanstanda af forsíðu með aðgengilegum upplýsingum um fréttir sem tengjast stofnuninni, starfsmönnum hennar, dagskrá Hrafnaþings og fróðleiksmolum. Undir liðnum Stofnunin er að finna upplýsingar um deildaskiptingu, skipulag og helstu verkefni ásamt fleiru. Undir flipanum Miðlun og þjónusta má finna margvíslegar upplýsingar um útgáfu, bókasafn, söfn og fleira. Á fagsviðum grasafræði, dýrafræði og jarðfræði eru allar upplýsingar um rannsóknir og helstu svið þeirra, fræðimenn og verksvið þeirra auk margvíslegra upplýsinga um gróður, dýralíf og jarðfræði á Íslandi. Njótið vel.