Kóralsvæði á Hrafnaþingi

22.01.2007

Djúpsjávarkórallar við ÍslandDjúpsjávarkórallar og vistkerfi þeirra eru viðfangsefni Sigmars A. Steingrímssonar, sjávarlíffræðings á Hrafnaþingi n.k. miðvikudag 24. janúar. Kóralsvæði hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og er víða stefnt að því að koma í veg fyrir eyðileggingu þeirra með því að banna veiðar á þeim.

Í fyrirlestrinum mun Sigmar sýna myndskeið og myndir sem hann hefur tekið af lífríki sjávarbotnsins.

Sigmar mun m.a. segja frá rannsóknum Hafrannsóknastofnunarinnar á kóralsvæðum við Ísland og lífríki þeirra en þær hófust á árinu 2004. Gerð voru nákvæm botnkort af þekktum kórallasvæðum suður af landinu og notaður fjarstýrður kafbátur til að mynda lífríki kórallasvæða og afla gagna um ástand þeirra. Stofnunin gerði í framhaldinu tillögur um verndun nokkurra svæða fyrir veiðum

Djúpsjávarkórallar eru taldir sérstaklega viðkvæmir fyrir hnjaski, t.d. frá veiðum. Ef kórallinn drepst hefur það einnig alvarlegar afleiðingar fyrir þau dýr sem nýta hann sem búsvæði. Sigmar mun sýna einstakar myndir sem hann hefur tekið af kóröllum og lífríkinu á hafsbotni umhverfis landið.

Hrafnaþing er öllum opið og hefst að venju kl. 12. 15 í Möguleikhúsinu á Hlemmi.