Fréttir
-
27.02.2007
Ókeypis á Náttúrugripasafnið!
Ókeypis á Náttúrugripasafnið!
27.02.2007
Ákveðið hefur veirð að hætta að innheimta aðgangseyri í Náttúrugripasafnið og gildir sú ákvörðun frá og með 27. febrúar 2007. Um nokkurra ára skeið hefur verið innheimt 300 kr. gjald af 17 ára og eldri, nema hvað nemendur fengu frítt inn. Meira um safnið hér.
-
26.02.2007
Hvítabjörninn vinsæll á Safnanótt
Hvítabjörninn vinsæll á Safnanótt
26.02.2007
Fleiri hundruð manns heimsóttu sýningarsali NÍ á Hlemmi á Safnanótt og það var greinilegt að megin aðdráttaraflið var hvítabjörninn í biðstöð Strætó á Hlemmi en frá henni lágu „hvítabjarnarspor“ sem leiddu gesti í sýningarsalina og Möguleikhúsið. Hvítabjörninn verður á Hlemmi fram til 5. mars n.k. Ókeypis er í sýningarsalina frá og með 27. febrúar.
-
21.02.2007
Náttúran tekur völdin á Hlemmi!
Náttúran tekur völdin á Hlemmi!
21.02.2007
Á Safnanótt Vetrarhátíðar, föstudaginn 23. febrúar nk., mun Náttúrufræðistofnun Íslands færa út kvíarnar og kynna starfsemi sína á Hlemmi og í Möguleikhúsinu. Sýningarsalirnir verða opnir til miðnættis og er aðgangur ókeypis. Í biðstöð Strætó hefur verið komið fyrir hvítabirni sem Veiðisafnið á Stokkseyri lánaði stofnuninni af þessu tilefni. Þar verður björninn til 4. mars n.k
-
18.02.2007
Jarðfræðileg fjölbreytni á Hrafnaþingi
Jarðfræðileg fjölbreytni á Hrafnaþingi
18.02.2007
Hugtakið líffræðileg fjölbreytni er orðið þekkt í umræðu um náttúruvernd en færri þekkja hugtakið jarðfræðileg fjölbreytni (e: geodiversity). Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, kynnir það á Hrafnaþingi miðvikudaginn 21. febrúar nk.
-
16.02.2007
Mýraeldar og skógvist á Fræðaþingi
Mýraeldar og skógvist á Fræðaþingi
16.02.2007
Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar kynna niðurstöður úr tveimur verkefnum á Fræðaþingi langbúnaðarins 15.-16.febrúar. Það er annars vegar SKÓGVIST sem fjallar um áhrif skógræktar á líf og land og MÝRAELDAR, rannsóknaverkefni sem hófst í kjölfar mestu sinuelda síðari tíma vorið 2006.
-
08.02.2007
Mosafræðingur frá Svíþjóð í heimsókn á N.Í.
Mosafræðingur frá Svíþjóð í heimsókn á N.Í.
08.02.2007
Í lok janúar kom Dr. Henrik Weibull, mosafræðingur, frá Svíþjóð til Íslands á vegum Náttúrufræðistofnunar. Hann dvaldi hér í eina viku við aðkallandi greiningar á mosum sem safnað var á háhitasvæðum sumarið 2006 en Bergþór Jóhannsson mosafræðingur sem greindi alla mosa á NÍ í meira en 40 ár, lést á síðasta ári. Um 10 norrænar mosategundir finnast aðeins á Íslandi og eru þær flestar bundnar við búsvæði sem tengjast jarðhita eða eldfjallaumhverfi. Henrik fór í vettvangsskoðun um Reykjanes í ferðinni og skoðaði mosa, m.a. við Kleifarvatn og hverina á Reykjanesi.
-
05.02.2007
Hvaða erindi á Surtsey á heimsminjaskrána?
Hvaða erindi á Surtsey á heimsminjaskrána?
05.02.2007
Endurnýjaðri tilnefningu Surtseyjar á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna var skilað til höfuðstöðva UNESCO í París í lok janúar s.l. en niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en á miðju ári 2008. Þá skýrist hvort Surtsey kemst í hóp tæplega 800 menningar- og náttúruminjum sem taldar eru hafa einstakt gildi fyrir heimsbyggðina.