Hvítabjörninn vinsæll á Safnanótt
Fleiri hundruð manns heimsóttu sýningarsali NÍ á Hlemmi á Safnanótt og það var greinilegt að megin aðdráttaraflið var hvítabjörninn í biðstöð Strætó á Hlemmi en frá henni lágu „hvítabjarnarspor“ sem leiddu gesti í sýningarsalina og Möguleikhúsið. Hvítabjörninn verður á Hlemmi fram til 5. mars n.k. Ókeypis er í sýningarsalina frá og með 27. febrúar.
![]() Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson | ![]() Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson |
Hvítabjörninn vekur mikla athygli vegfarenda á Laugaveginum og hér má sjá hjólreiðamann virða hann fyrir sér á Safnanótt. Ljósm. Erling Ólafsson. | „Spor“ eftir hvítabjörn leiddu menn frá biðstöðinni á Hlemmi í Möguleikhúsið og í sýningarsali NÍ. Ljósm. Erling Ólafsson. |
Á milli sex og sjöhundruð manns komu gagngert á Hlemm á Safnanótt, gæddu sér á íspinnum og kynntu sér það fræðsluefni sem á boðstólum var. Það var Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytis sem opnaði formlega örsýningu NÍ á Hlemmi um hvítabirni á Íslandi og loftslagsbreytingar. Meðal gesta voru hjónin Páll Reynisson og Fríða Ólafsdóttir eigendur Veiðisafnsins á Stokkseyri en þau lánuðu NÍ hvítabjörninn.
![]() Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson | ![]() Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson |
Börnin horfðu agndofa á hvítabjörninn.Ljósm. Anette Meier. | Frá opnuninni: Fríða Ólafsdóttir, Magnús Jóhannesson, Jón Gunnar Ottósson og Páll Reynisson. Ljósm. Erling Ólafsson. |
Góð aðsókn var einnig í Möguleikhúsið, þar sem Snorri Baldursson og Guðmundur A. Guðmundsson fræddu gesti um loftslagsbreytingar og hvítabirni, en þeir eru orðnir tákn um þá miklu ógn sem lífríki á norðurslóðum stafar af útblæstri gróðurhúsalofttegunda og hækkuðu hitastigi lofthjúpsins. Þar voru einnig sýndar þrjár náttúrulífsmyndir eftir Magnús Magnússon.
![]() Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson | ![]() Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson |
Það var einkum fjölskyldufólk með börn sem heimsótti sýningarsali NÍ við Hlemm. Hér má sjá gesti virða steinasýninguna fyrir sér. Ljósm. Erling Ólafsson. | Líkön af hvölum og náhvalstönn vöktu einnig athygli krakkanna. Ljósm. Erling Ólafsson. |
![]() Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson | ![]() Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson |
Ágúst Ú. Sigurðsson gengur frá upplýsingaborða um Náttúrufræðistofnun í sýningarsal. Ljósm. Anette Meier. | Lovísa Ásbjörnsdóttir og Snorri Baldursson lögðu vegvísa frá Hlemmi að Möguleikhúsi og sýningarsölum. Ljósm. Anette Meier. |
![]() Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson |
|
Stundvíslega klukkan sjö á safnanótt var umbúðapappírinn tekin af búrinu á Hlemmi. Ljósm. Anette Meier. | Sýnishorn af barmmerkjum sem NÍ gaf út á Safnanótt. Ljósm. Anette Meier. |