Náttúruvernd á Hrafnaþingi

06.03.2007

Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, heldur fyrirlestur á Hrafnaþingi miðvikudaginn 7.mars kl. 12.15 um náttúruvernd og náttúruverndaráætlun. Í fyrirlestrinum rekur Jón Gunnar í stuttu máli sögu náttúruverndar á Íslandi eftir setningu fyrstu náttúruverndarlaga árið 1956 og setur í samhengi við þróun þessara mála á alþjóðavettvangi. Sjá nánar um efnið hér.