Fréttir

 • 21.04.2007

  Frjósöm vötn á Hrafnaþingi

  Frjósöm vötn á Hrafnaþingi

  21.04.2007


  Ísland er að mörgu leyti sérstakt í vatnafræðilegu tilliti. Fjölbreytni er mikil og hér er að finna fimbulköld jökulvötn og hrjóstrug dragavötn en einnig ljúf lindavötn og funheita hveralæki. Ísland er einnig mjög vatnsríkt og afrennsli á hverja flatareiningu með því mesta sem þekkist í Evrópu.


 • 10.04.2007

  Lífshættir og aðlögun fléttna á Hrafnaþingi

  Lífshættir og aðlögun fléttna á Hrafnaþingi

  10.04.2007


  Á Íslandi hafa fundist rúmlega 700 tegundir fléttna og vafalítið er allmargar tegundir ófundnar enn. Fléttur er afar vinsæll lífsmáti hjá asksveppum sem þá nýta grænþörunga og/eða blágrænar bakteríur sem frumframleiðendur í fléttunni.

 • 03.04.2007

  60% bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar

  60% bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar

  03.04.2007


  Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að um 60% bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar Íslands og nær þrír af hverjum fjórum telja að starfsemi stofnunarinnar skipti miklu máli í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í athugun sem Capacent Gallup gerði fyrir NÍ í marsmánuði, samhliða venjulegum spurningavagni. Jón Gunnar Ottósson forstjóri NÍ segist mjög sáttur við það viðhorf til stofnunarinnar og traust sem hér birtist. „Alltaf má auðvitað gera betur og þessi niðurstaða er hvatning til þess,“ segir Jón Gunnar.