Fréttir

 • 24.05.2007

  Enginn asi á geitungum

  Enginn asi á geitungum

  24.05.2007


  Á vorin ríkir gjarnan nokkur eftirvænting vegna geitunga og er skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun oft spurður að því hvernig þeim reiðir af að afloknum vetri. Flestir vonast eftir svari á einn veg. Það hefur gjarnan gerst á góðviðrisdegi upp úr miðjum maí að geitungar hafi geyst fram á völlinn og orðið nokkuð áberandi. Þetta hefur enn ekki gerst þetta vor 2007. Er það fyrirboði?

 • 18.05.2007

  Ráðstefna sérfræðihóps Bernarsamnings um ágengar framandi tegundir haldin á Íslandi

  Ráðstefna sérfræðihóps Bernarsamnings um ágengar framandi tegundir haldin á Íslandi

  18.05.2007

  Dagana 22.–24. maí nk. hittast í Reykjavík um 60 sérfræðingar frá um 30 Evrópulöndum, Evrópusambandinu, Evrópuráðinu og nokkrum öðrum alþjóðlegum stofnunum og samningum á sviði umhverfismála til að fjalla um ágengar framandi tegundir, þ.e. innfluttar lífverur sem skaða upprunalegt lífríki viðkomandi lands eða svæðis.

 • 07.05.2007

  Skotinn örn og brenndir varphólmar

  Skotinn örn og brenndir varphólmar

  khs_rontgen_myndataka_web

  07.05.2007

  Illa lítur út með arnarvarp í ár. Aðeins er vitað um 33 arnarhreiður nú í vor samanborið við allt að 44 á síðustu árum. Arnarstofninn er nú talinn 64 fullorðin pör og virðist standa í stað eftir hægan en samfelldan vöxt um langt skeið. Tæpur helmingur arnarpara hefur því ekki orpið að þessu sinni en ernir verpa í apríl. Ekki er ljóst hvað veldur en veðráttan í vor og síðla vetrar var örnum hagstæð og var búist við góðu arnarvarpi.

 • 04.05.2007

  Sýning Náttúrufræðistofnunar í Þjóðmenningarhúsinu - SURTSEY 1963-2130

  Sýning Náttúrufræðistofnunar í Þjóðmenningarhúsinu - SURTSEY 1963-2130

  04.05.2007

  Sýningin Surtsey - jörð úr ægi verður opnuð almenningi í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu n.k. mánudag, 7. maí. Náttúrufræðistofnun Íslands stendur fyrir sýningunni og hefur notið stuðnings fjölda stofnana og fyrirtækja til þess að ógleymdum ráðuneytum umhverfis- og menntamála. 40 ár eru liðin 5. júní nk. frá því eldgosi lauk í Surtsey en það braust upp á yfirborð sjávar 14. nóvember 1963. Surtsey var tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO og er niðurstöðu að vænta á árinu 2008.

 • 04.05.2007

  Frjómælingar hafnar

  Frjómælingar hafnar

  04.05.2007


  Frjómælingar hófust í Reykjavík um miðjan apríl og á Akureyri 24. apríl. Seljufrjó og lyngfrjó hafa mælst samfellt frá 22. apríl. Um síðustu helgi sprungu karlreklar alaskaaspar út og á laugardag náði frjótala aspar tveggja stafa tölu fyrir norðan (fór í 63 á sunnudag, 29.4) en í Reykjavík mældust fyrstu asparfrjóin á sunnudag. Búast má við að asparfrjó verði í loftinu næstu tvær vikur, minna þegar væta er en meira þegar veður helst þurrt.