Frjómælingar hafnar

04.05.2007

Frjómælingar hófust í Reykjavík um miðjan apríl og á Akureyri 24. apríl. Seljufrjó og lyngfrjó hafa mælst samfellt frá 22. apríl. Um síðustu helgi sprungu karlreklar alaskaaspar út og á laugardag náði frjótala aspar tveggja stafa tölu fyrir norðan (fór í 63 á sunnudag, 29.4) en í Reykjavík mældust fyrstu asparfrjóin á sunnudag. Búast má við að asparfrjó verði í loftinu næstu tvær vikur, minna þegar væta er en meira þegar veður helst þurrt.

Birkið fær smátt og smátt á sig grænan lit og þá er þess ekki langt að bíða að birkifrjó berist út í loftið. Þannig að þeir sem haldnir eru ofnæmi fyrir birkifrjóum þurfa að fara að undirbúa sig með lyfjatöku eða öðrum læknisráðum.

Öll framvindan er þó háð veðrinu og nú er spáð svalara veðri næstu daga og það gæti hægt á þroska gróðurs.

Nýjar frjótölur hér