Fréttir
-
27.06.2007
Skógarkerfill fetar í fótspor lúpínunnar
Skógarkerfill fetar í fótspor lúpínunnar
27.06.2007
Náttúrufræðistofnun Íslands telur að grípa þurfi til aðgerða til að stemma stigu við óheftri útbreiðslu skógarkerfils sem farinn er að setja mikinn svip á gróðurfar, einkum í Eyjafirði, í Reykjavík og nágrenni, en einnig á Suðurlandi og Vestfjörðum.
Í sumar hafa margir veitt eftirtekt hvítum flákum meðfram vegum, ám og lækjum. Hér er á ferð skógarkerfill, Anthriscus sylvestris, sem fluttur var til Íslands á þriðja áratug síðustu aldar og var ræktaður sem skrautjurt í görðum.
-
26.06.2007
Asparglytta - Nýtt meindýr í uppsiglingu
Asparglytta - Nýtt meindýr í uppsiglingu
26.06.2007
Vorið 2006 fannst í fyrsta sinn á Íslandi bjallan asparglytta (Phratora vitellinae) en hún er vel þekkt meindýr á trjám af víðiætt í norðanverðri Evrópu. Bjallan, sem er fagurgræn að lit, fannst í fyrra í reit hjá Skógrækt ríkisins að Mógilsá í Kollafirði. Hún gerði aftur vart við sig þar í vor og einnig í reit við Leirvogsá. Bjöllurnar hafa dálæti á alaskaösp, blæösp, viðju og gulvíði og mun sennilega fátt stöðva framrás þeirra úr þessu. Spurningin er fremur sú hvenær, en ekki hvort, þær muni ná til höfuðborgarsvæðisins.
-
25.06.2007
Tæpir 9 hektarar brunnu á Miðdalsheiði
Tæpir 9 hektarar brunnu á Miðdalsheiði
25.06.2007
Laugardaginn 23. júní s.l. brunnu 8,9 hektarar lands á Miðdalsheiði ofan Reykjavíkur. Þar er víðáttumikil mosaþemba með stinnastör og krækilyngi og er svæðið heilbrunnið og gróður illa farinn. Mosinn sem myndar mosaþembuna nefnist hraungambri Racomitrium lanuginosum og vex hann afar hægt. Líklegt er að það taki mörg ár fyrir hann að mynda samfellda breiðu á nýjan leik. Áform eru uppi um að fylgjast með framvindu gróðurs á brunasvæðinu á næstu árum.
-
15.06.2007
Velheppnaðri ráðstefnu um fjörusvertur lokið!
Velheppnaðri ráðstefnu um fjörusvertur lokið!
15.06.2007
Síðast liðinn mánudag, 11. júní, lauk alþjóðlegri ráðstefnu um fjörusvertur sem Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands stóð fyrir. Ráðstefnan tókst í alla staði vel, mörg fróðleg erindi voru flutt og skemmtilegar umræður. Farið var í tvær vettvangsferðir þar sem fléttusýnum var safnað til rannsókna. Rannsóknir á þeim sýnum leiddu í ljós fjölmargar tegundir sem ekki hafa áður fundist á Íslandi.
-
15.06.2007
Rjúpnastofninum hningar
Rjúpnastofninum hningar
15.06.2007
Ástand rjúpnastofnsins er slæmt. Rjúpum fækkar annað árið í röð í nær öllum landshlutum, að meðaltali 27% frá síðasta ári. Þetta eru helstu niðurstöður rjúpnatalninga Náttúrufræðistofnunar Íslands nú í vor, en mat á veiðiþoli stofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri í sumar.
-
08.06.2007
Ný tegund af fúasveppi finnst á viði í Reykjavík
Ný tegund af fúasveppi finnst á viði í Reykjavík
08.06.2007
Í lok maí fannst ný sveppategund sem óx út úr furuplönkum í garði í Grafarvogshverfi. Sveppurinn var greindur sem tegundin Fomitopsis pinicola, fúasveppur sem veldur brúnfúa í viði, einkum barrviði en sjaldnar í laufviði. Þetta er fyrsti fundur tegundarinnar hérlendis en hún er algeng víða í Evrópu og Norður Ameríku.
-
06.06.2007
Nýr umhverfisráðherra í heimsókn
Nýr umhverfisráðherra í heimsókn
06.06.2007
Náttúrufræðistofnun Íslands fékk góða heimsókn þegar nýr umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, heimsótti stofnunina ásamt Magnúsi Jóhannessyni ráðuneytisstjóra. Ráðherra heimsótti Akureyrarsetur í morgun, en Reykjavíkursetur síðastliðinn mánudag.
-
05.06.2007
Ráðstefna um fléttur af fjörusvertuætt
Ráðstefna um fléttur af fjörusvertuætt
05.06.2007
Dagana 7.-11. júní n.k. verður haldin ráðstefna um fléttur af fjörusvertuætt á Akureyri. Ráðstefnan er haldin af Akueyrarsetri Náttúrufræðistofnunar í samvinnu við Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri. Starri Heiðmarsson, fagsviðsstjóri í grasafræði við Náttúrufræðistofnun, hefur veg og vanda af skipulagningu ráðstefnunnar en hana munu sækja 11 erlendir sérfræðingar. Þetta er í annað skiptið sem sérfræðingar um fjörusvertuætt hittast á ráðstefnu en fyrri ráðstefnan var haldin í Graz í Austurríki 1997.