Nýr umhverfisráðherra í heimsókn

06.06.2007
Náttúrufræðistofnun Íslands fékk góða heimsókn þegar nýr umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, heimsótti stofnunina ásamt Magnúsi Jóhannessyni ráðuneytisstjóra. Ráðherra heimsótti Akureyrarsetur í morgun, en Reykjavíkursetur síðastliðinn mánudag. 

Magnús Kristinsson stórnarformaður Toyota á Íslandi og Jón Gunnar Ottósson forstjóri NÍ takast í hendur eftir að hafa undirritað samninginn. Ljósm. Ágúst Ú. Sigurðsson

Í upphafi heimsóknarinnar í Reykjavík áttu forstjóri NÍ og umhverfisráðherra fund saman um ýmis málefni Náttúrufræðistofnunar. Gestunum voru sýnd húsakynni stofnunarinnar, þeir heilsuðu upp á starfsmenn og fengu kynningu á nokkrum af þeim fjölmörgu verkefnum sem unnið er að á NÍ.  Ráðherra bauð uppá konfekt með kaffinu og starfsmönnum gafst kostur á að bera fram fyrirspurnir.

Heimsóknin var í alla staði ánægjuleg og Náttúrufræðistofnun Íslands óskar Þórunni Sveinbjarnardóttur góðs gengis í starfi á komandi árum og væntir góðs samstarfs við hana.