Velheppnaðri ráðstefnu um fjörusvertur lokið!

Á ráðstefnunni um fjörusvertur var ákveðið að hefja samstarf um flokkunarfræði ættarinnar, koma upp gagnasafni á netinu og hefja vinnu við þriðja hefti Fléttufungu Norðurlanda, en það hefti mun eingöngu fjalla um fjörusvertuættina.

Ráðstefnan var haldin af Náttúrufræðistofnun Íslands í samstarfi við Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri og naut styrks frá Akureyrarbæ gegnum Akureyrarsjóð HA.

Meira um ráðstefnuna.

In English