Velheppnaðri ráðstefnu um fjörusvertur lokið!
15.06.2007
Síðast liðinn mánudag, 11. júní, lauk alþjóðlegri ráðstefnu um fjörusvertur sem Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands stóð fyrir. Ráðstefnan tókst í alla staði vel, mörg fróðleg erindi voru flutt og skemmtilegar umræður. Farið var í tvær vettvangsferðir þar sem fléttusýnum var safnað til rannsókna. Rannsóknir á þeim sýnum leiddu í ljós fjölmargar tegundir sem ekki hafa áður fundist á Íslandi. Á ráðstefnunni um fjörusvertur var ákveðið að hefja samstarf um flokkunarfræði ættarinnar, koma upp gagnasafni á netinu og hefja vinnu við þriðja hefti Fléttufungu Norðurlanda, en það hefti mun eingöngu fjalla um fjörusvertuættina.
Ráðstefnan var haldin af Náttúrufræðistofnun Íslands í samstarfi við Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri og naut styrks frá Akureyrarbæ gegnum Akureyrarsjóð HA.