Fréttir
-
28.09.2007
Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í Vísindavöku
Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í Vísindavöku
28.09.2007
Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í Vísindavöku í dag á milli kl. 17 og 21. Rannís stendur fyrir vökunni í þriðja sinn en hún verður haldin í Listasafni Reykjavíkur. Dagurinn er tileinkaður evrópskum vísindamönnum og haldinn hátíðlegur í helstu borgum Evrópu.
-
18.09.2007
Spánarsniglar láta á sér kræla
Spánarsniglar láta á sér kræla
18.09.2007
Spánarsniglar eru mættir til leiks og því ljóst orðið að þurrkatíðin framan af sumri hefur ekki komið þeim fyrir kattarnef. Þess var reyndar vart að vænta því spánarsniglar eru ættaðir frá Íberíuskaga og því albúnir langtíma þurrkum. Einn snigill fannst í Salahverfi í Kópavogi og annar á Arnarnesi í Garðabæ.
-
18.09.2007
Dregið verður úr rjúpnaveiðum 2007
Dregið verður úr rjúpnaveiðum 2007
18.09.2007
Það er stefna íslenskra stjórnvalda að rjúpnaveiðar skuli vera sjálfbærar í þeim skilningi að stofninn nái að sveiflast á milli lágmarks- og hámarksára innan þeirra marka sem náttúruleg skilyrði setja honum hverju sinni. Í samræmi við það hefur Náttúrufræðistofnun Íslands metið veiðiþol rjúpnastofnsins. Tillögur Náttúrufræðistofnunar 2007 til umhverfisráðherra voru að dregið skyldi verulega úr rjúpnaveiði miðað við haustið 2006.
-
07.09.2007
Frjómælingar á Akureyri og í Reykjavík í ágúst 2007
Frjómælingar á Akureyri og í Reykjavík í ágúst 2007
07.09.2007
Nú fer frjómælingum 2007 að ljúka og niðurstöður mælinga í ágúst liggja fyrir. Frjótölur á Akureyri í ágúst reyndust undir meðallagi. Grasfrjó voru algengust og fóru í eitt skipti yfir 100, þann 7. ágúst, þegar frjótalan náði 172. Í heild reyndust frjókorn annarra tegunda en grasa fá og frjótala þeirra varð aldrei hærri en 3. Ágúst 2007 í Reykjavík reyndist hálfdrættingur hvað heildarfrjómagn varðar borið saman við meðaltal fyrri ára. Grasfrjó voru algengust en voru undir meðaltali síðustu 18 ára, eða rúmlega 500. Lítið mældist af öðrum frjógerðum. Góð sumartíð syðra hafði það í för með sér að frjótímanum lauk fyrr í ár en í fyrra.