Frjómælingar á Akureyri og í Reykjavík í ágúst 2007

07.09.2007

Nú fer frjómælingum 2007 að ljúka og niðurstöður mælinga í ágúst liggja fyrir. Frjótölur á Akureyri í ágúst reyndust undir meðallagi. Grasfrjó voru algengust og fóru í eitt skipti yfir 100, þann 7. ágúst, þegar frjótalan náði 172. Í heild reyndust frjókorn annarra tegunda en grasa fá og frjótala þeirra varð aldrei hærri en 3. Ágúst 2007 í Reykjavík reyndist hálfdrættingur hvað heildarfrjómagn varðar borið saman við meðaltal fyrri ára. Grasfrjó voru algengust en voru undir meðaltali síðustu 18 ára, eða rúmlega 500. Lítið mældist af öðrum frjógerðum. Góð sumartíð syðra hafði það í för með sér að frjótímanum lauk fyrr í ár en í fyrra.

Yfirlit um frjómælingar 2007 verða birtar í byrjun nóvember þegar uppgjör og

Skriðlíngresi, Agrostis stolonifera. Ljósm. Hörður Kristinsson

samanburður við fyrri ár liggur fyrir.

Fréttatilkynning um frjómælingar í ágúst 2007

Grasfrjó í Reykjavík og á Akureyri sumarið 2007