Hrafnaþing á Hlemmi 2007-2008
12.10.2007
Nú styttist í að Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar hefji göngu sína, en fyrsta erindið verður 7. nóvember. Hægt er að nálgast dagskrá vetrarins á heimasíðunni.
Kreppuástand ríkir meðal sjófugla og er lundinn meðal þeirra tegunda sem eiga erfitt uppdráttar. Ljósm. Erling Ólafsson.
Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar og var þetta í sjötta sinn sem það var haldið. Hrafnaþingið var með svipuðu móti og áður, en erindi voru flutt að jafnaði annan hvern miðvikudag í sal Möguleikhússins á Hlemmi frá kl. 12:15 – 13:00.
Á dagskrá vetrarins voru 13 áhugaverð fræðsluerindi um rannsóknir og athuganir innan ýmissa sérgreina náttúrufræðinnar og voru þau opin öllum.
7. nóv. | Sigurður H. Magnússon, plöntuvistfræðingur NÍ | Þungmálmar og brennisteinn í mosa: áhrif álvera á Íslandi |
21. nóv. | Friðgeir Grímsson, jarðfræðingur | Steingerðar flórur Íslands |
5. des. | Freydís Vigfúsdóttir, líffræðingur NÍ | Sjófuglar í breytilegu umhverfi |
9. jan. | Snorri Baldursson, forstöðumaður Upplýsingadeildar NÍ | Fyrirlestur féll niður |
30. jan. | Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður Náttúrufstofu NV | Berghlaupið við Morsárjökul 17. apríl 2007 |
6. feb. | Þröstur Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur HÍ | Útbreiðsla og ákafi Mýraelda 2006 |
20. feb. | Lilja Karlsdóttir, líffræðingur HÍ | Birkifrjókorn - Má lesa sögu erfðablöndunar ilmbjarkar og fjalldrapa úr jarðvegi? |
27. feb. | Jónatan Þorvaldsson, sérfræðingur | Skrímsli |
5. mars | Guðrún Gísladóttir, prófessor HÍ | Áhrif jarðvegsrofs á kolefnisbúskap og landgæði |
26. mars | Tómas Grétar Gunnarsson, Háskólasetrið á Snæfellsnesi | Vaðfuglar og votlendi |
2. apríl | Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur NÍ | Á varpstöðvum margæsa á 80° norðlægrar breiddar |
16. apríl | Gróa Valgerður Ingimundardóttir, líffræðingur NÍ | Vorblóm (Draba) á Íslandi |
30. apríl | Fyrirlestur féll niður |