Nýtt Fjölrit um vöktun válistaplantna



Kreppuástand ríkir meðal sjófugla og er lundinn meðal þeirra tegunda sem eiga erfitt uppdráttar. Ljósm. Erling Ólafsson.

Árið 2002 hófst samstarf milli Náttúru­fræðistofnunar Íslands, Grasagarðs Reykjavíkur og Lystigarðs Akureyrar um rannsóknir á sjaldgæfum plöntum, flestar annað hvort á válista eða friðaðar með lögum. Í vettvangsferðum voru plöntur staðsettar með GPS hnitum og stærð vaxtar­svæðis þeirra könnuð. Slíkar rannsóknir eru forsenda fyrir válistaflokkun teg­undanna. Auk þess voru tekin sýni til ræktunar og fjölg­unar í grasagörðunum.

Í Fjölritinu er gerð grein fyrir tveimur aðferð­um sem þróaðar hafa verið hér á landi til að meta hversu algengar eða sjaldgæfar plöntur eru á landinu og út frá þeim er lagt mat á verndargildi plantnanna. Þá er sagt frá árangri grasa­garðanna af ræktun og fjölgun þeirra plantna sem sýnum var safnað af.

Samkvæmt niðurstöðum þessa verkefnis er staða flestra tegunda stöðug, sumar jafnvel í sókn. Vaxtarsvæði þriggja teg­unda virðist vera fremur í hnignun (fjallkrækill, fjalla­bláklukka og maríulykill) og tvær tegundir hafa ekki fundist (flæðarbúi, mosaburkni).

Hægt er að nálgast rafræna útgáfu af Fjölritinu (PDF-skjal, 6 MB) með því að smella á myndina.

Eldri útgáfur af Fjölriti Náttúrufræðistofnunar

Ritstjóri: Margrét Hallsdóttir