Náttúrufræðistofnun og Loftmyndir ehf. gera samning um afnot af myndkortagrunni af Íslandi

Um er að ræða afnot sem einskorðuð eru við gerð gróður- og vistgerðakorta. Reiknað er með því að kortagerðin verði að hluta til unnin hjá Náttúrustofu Vestfjarða undir stjórn Náttúrufræðistofnunar.


Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar og Örn Arnar Ingólfsson framkvæmdastjóri Loftmynda ehf. undirrita samstarfssamning stofnananna, 14. janúar 2008. Ljósm. Guðmundur Guðjónsson.

Með aðgangi að grunninum verður hafist handa við að endurteikna og koma á stafrænt form öllum gróðurkortagögnum Náttúrufræðistofnunar sem safnað hefur verið á umliðnum 50 árum af stofnuninni og Rannsóknastofnun landbúnaðarins fyrr á árum. Lögð verður megináhersla á miðhálendi landsins í byrjun en stefnt er að því að ljúka frumgerð gróðurkorta og vistgerðakorta af því á árinu 2008.

Nánar um gróðurkortagerð Náttúrufræðistofnunar og vistgerðaflokkun.