Þú ert ljós lífs míns!

07.02.2008

Á morgun, föstudaginn 8. febrúar, verður Safnanótt Vetrarhátíðar í Reykjavík haldin hátíðleg. Í ár er almennt þema Safnanætur ljós og því mun Náttúrufræðistofnun Íslands nota tækifærið og fjalla um ljóstillífun og þann þátt sem hún hefur spilað í uppruna og framvindu lífs.

 

Ýmislegt verður í boði hjá Náttúrufræðistofnun á Safnanótt, bæði fyrir börn og fullorðna. Fyrirlestrar verða haldnir í Möguleikhúsinu og margt verður að gerast í Náttúrugripasafninu við Hverfisgötu þar sem Náttúrufræðistofnun kynnir fyrir gestum og gangandi mikilvægi ljóss fyrir allt líf á jörðinni. Á Hlemmi stendur yfir örsýning um rjúpuna. (Sjá dagskrá hér fyrir neðan.)

 

Safnastrætó

Á Safnanótt er ókeypis í strætó sem stoppar á Hlemmi á 20 mínútna fresti kl. 45–05–25.

 

Safnanæturleikurinn

Aftur verður sameiginlegur leikur á Safnanótt og að þessu sinni er ferð til London í vinning. Hægt verður að fá spjaldið sitt stimplað í sýningarsölunum hjá Náttúrufræðistofnun.

 

Nánar um Safnanótt

 

 

 

Dagskrá Náttúrufræðistofnunar Íslands á Safnanótt

8. febrúar 2008

kl. 19:00-01:00

 

Rjúpan og árstíðirnar

Biðskýli Strætó á Hlemmi

Örsýning um rjúpuna og árstíðirnar

 

Náttúrugripasafnið

kl. 19:00-01:00

Hlemmi 3 (gengið inn frá Hverfisgötu)

Leiðsögn og umræður í sýningarsölum safnsins.

Ýmislegt í boði fyrir börnin

 

Þú ert ljós lífs míns

kl. 19:30, 21:30

Möguleikhúsið, Hlemmi

Stuttir fyrirlestrar og umræður:

Dr. Borgþór Magnússon

forstöðumaður vistfræðideildar NÍ:

Kviknar líf í Surtsey

Gróa Valgerður Ingimundardóttir

líffræðingur NÍ:

Náttúran nýtir sólarorku

 

Surtsey, þróun lífs

kl. 20:00-21:30

Möguleikhúsið, Hlemmi

Stutt myndskeið með texta um

þróun plantna og lífvera í Surtsey