Fuglafræðingar NÍ á Fuglaráðstefnu Fuglaverndar

14.04.2008
Laugardaginn 19. apríl næstkomandi stendur Fuglavernd fyrir ráðstefnu um fugla sem fram fer í Öskju. Á ráðstefnunni, sem haldin er í samstarfi við Líffræðistofnun Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands, munu þrír fuglafræðingar frá Náttúrufræðistofnun halda fyrirlestra, þau Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Freydís Vigfúsdóttir.

Ráðstefnan stendur frá kl. 13-16.30 og mun umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, setja hana. Fundarstjórar verða Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðvesturlands og Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur. Frekari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér. Ráðstefnan er opin öllum.