Fyrirlestur á Hrafnaþingi um vorblóm

14.04.2008

Á miðvikudaginn 16. apríl flytur Gróa Valgerður Ingimundardóttir líffræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands fyrirlestur um vorblóm á Íslandi. Fyrirlesturinn á Hrafnaþingi er haldinn í sal Möguleikhússins við Hlemm og hefst kl. 12:15.

Lesa meira

Gróa Valgerður segir frá mismunandi tegundum vorblóma sem finnast í flóru Íslands, en oft getur verið erfitt að greina á milli þeirra þar sem útlitseinkenni þeirra eru sjaldan augljós. Frumathuganir á fjölda litninga íslenskra vorblómategunda hafa reynst vel við tegundagreiningar og verður m.a. sagt frá þeim.

Nánar um erindi Gróu Valgerðar á miðvikudaginn má sjá á síðu Hrafnaþings.