Fækkunarskeiði rjúpu lokið?

Árlegri vortalningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á rjúpu er lokið. Talningar gengu ágætlega og voru rjúpur taldar á 40 svæðum í öllum landshlutum. Alls voru taldir um 1600 karrar sem er um 2% af áætluðum heildarfjölda karra í landinu samkvæmt nýlegu stofnstærðarmati. Áætlað er að farið hafi verið um 3% af grónu landi neðan 400 m hæðar. Talningarnar voru unnar í samvinnu við allar náttúrustofur landsins, Skotvís og áhugamenn. Um 50 manns tóku þátt í talningunum að þessu sinni.



Ungir ernir eru dökkir yfirlitum og með dökkan gogg. Þessi er tæplega 2ja ára og sást í grennd við fóðurbretti á Snæfellsnesi í mars 2008. Ljósm. Kristinn Haukur Skarphéðinsson.



Ungir ernir eru dökkir yfirlitum og með dökkan gogg. Þessi er tæplega 2ja ára og sást í grennd við fóðurbretti á Snæfellsnesi í mars 2008. Ljósm. Kristinn Haukur Skarphéðinsson.

Rjúpnatalningar í Hrísey og áNorðausturlandi. Karri á flugi. Ljósm. Daníel Bergmann.

Frumniðurstöður benda til þess að fækkunarskeið sé afstaðið en það hófst 2005/2006 og hefur því varað í tvö ár. Þetta kemur nokkuð á óvart og er ekki í samræmi við hegðun stofnsins á undanförnum áratugum. Venjulega hafa fækkunarskeiðin varað í fimm til átta ár.

Íslenski rjúpnastofninn sveiflast mikið af náttúrulegum orsökum. Fyrri hluti 20. aldar einkenndist af mjög háum toppum í rjúpnahámörkum og var sá síðasti í þeirri röð árið 1955. Síðustu áratugi hefur hins vegar gætt langtímaleitni niður á við í stofninum.

Sjá fréttatilkynningu frá Náttúrufræðistofnun Íslands, 11. júní 2008