Frjómælingar hafnar

06.06.2008

Frjómælingar hófust í Reykjavík um miðjan apríl en ekki fyrr en 5. maí á Akureyri vegna vorkulda. Frjómagn í Reykjavík í apríl og maí losaði 1100 frjó/m3 og er það vel yfir meðallagi. Asparfrjó hafa aldrei mælst jafn mörg á þessu tímabili. Birkið náði hámarki í síðustu viku maí. Á Akureyri skall birkitíminn á með hvelli þegar hlýnaði skyndilega síðustu helgina í maí og varð hámarkið þann 26. maí þegar 252 frjó mældust á einum sólarhring. Enn er frjótala grasa lág bæði á Akureyri og í Reykjavík.

Einn fyrsti vorboðinn er selja með gula frjóhnappa. Ljósm. Margrét Hallsdóttir.

Á heimasíðunni er hægt að fylgjast með frjótölum birki- og grasfrjóa jafnóðum og þær liggja fyrir. Einnig má skoða frjótölur á vef Morgunblaðsins.

Nánar um frjómælingar í apríl og maí 2008.