Nýjung á vef Náttúrufræðistofnunar

07.07.2008

Tegund vikunnar er nýjung á vef Náttúrufræðistofnunar. Einu sinni í viku, á mánudögum, birtist ný ljósmynd og stutt umfjöllun um tegund innan grasafræði, dýrafræði eða jarðfræði. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar miðla þar fróðleik á sínu sérsviði. Tegund vikunnar birtist á forsíðu vefsins, neðarlega til vinstri.