Skóflustunga tekin að nýju húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti


Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra tekur skóflu-stunguna. Ljósm. Kjartan Birgisson.

Í nýja húsinu í Urriðaholti verður nýjustu tækni beitt til að tryggja varðveislu náttúrugripa stofnunarinnar, sem margir hverjir eru mjög verðmætir og sjaldgæfir. Söfnun þeirra nær aftur til 1755, frá tímum náttúrufræðinganna Eggerts Ólafssonar, Jónasar Hallgrímssonar, Benedikts Gröndal og Bjarna Sæmundssonar. Þekktasti einstaki gripurinn er vafalítið uppstoppaður geirfugl, en þessi tegund dó út árið 1844.

Þótt starfsemi Náttúrufræðistofnunar færist undir eitt þak við flutninginn í Urriðaholt verður hluti starfseminnar áfram á setri stofnunarinnar á Akureyri. Þar er t. d. þungamiðjan í plönturannsóknum stofnunarinnar og rannsóknum á lausum jarðlögum og skriðuföllum.

Urriðaholt ehf. reisir húsið og er eigandi þess, en Náttúrufræðistofnun hefur gert samning til 25 ára um leigu þess. Hönnuðir eru Arkís arkitektar.

Skóflustunga tekin að nýju húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti Skóflustunga tekin að nýju húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti
Skóflustunga í Urriðaholti.
Ljósm. Kjartan Birgisson.
Samningurinn handsalaður.
Ljósm. Kjartan Birgisson.

Vefsíða Urriðaholts