Fréttir

 • 23.10.2008

  Hrafnaþing á Hlemmi 2008-2009

  Hrafnaþing á Hlemmi 2008-2009

  23.10.2008


  Fyrsta erindi vetrarins á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands verður flutt miðvikudaginn 29. október. Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur NÍ, ríður á vaðið með erindið „Fýllinn í Rangárvallasýslu: útbreiðsla og saga“. Hægt er að nálgast dagskrá vetrarins á vef stofnunarinnar.

 • 17.10.2008

  Gróðurbreytingar við Lagarfljót - kynning á niðurstöðum 30 ára rannsókna

  Gróðurbreytingar við Lagarfljót - kynning á niðurstöðum 30 ára rannsókna

  17.10.2008


  RARIK og Náttúrufræðistofnun Íslands kynntu hinn 10. október síðastliðinn á fundi á Egilsstöðum skýrslu þar sem greint var frá niðurstöðum rannsókna sem gerðar voru á árunum 1975-2004 á gróðri, jarðvegi, grunnvatnsstöðu, beit og landbroti á láglendissvæðum við Lagarfljót ofan við Lagarfoss.

 • 17.10.2008

  Pardussnigill í útrás

  Pardussnigill í útrás

  17.10.2008


  Það hafa verið sviftingar í lífríkinu undanfarin misseri en þeirra verður ekki hvað síst vart í húsagörðum á höfuðborgarsvæðinu. Kunna þar ýmsir samverkandi þættir að koma við sögu, svo sem illa ígrundaður innflutningur á gróðri og jarðvegi, auk grósku og skjóls í görðum og hlýnandi loftslags. Nýjar tegundir smádýra hafa numið land og eflst til muna. Pardussnigill er ein þeirra.

 • 16.10.2008

  Yfirlit frjómælinga sumarið 2008

  Yfirlit frjómælinga sumarið 2008

  16.10.2008


  Frjómælingum fyrir árið 2008 er lokið. Í Reykjavík varð heildarfjöldi frjókorna 4724 sem er yfir meðallagi síðustu 20 ára en á Akureyri urðu frjókornin 2194 í rúmmetra lofts sem er 22% undir meðallagi áranna 1998–2007.


 • 03.10.2008

  Náttúrufræðistofnun gerist aðili að STERNA

  Náttúrufræðistofnun gerist aðili að STERNA

  03.10.2008


  Fyrir skömmu varð Náttúrufræðistofnun Íslands formlega aðili að verkefni í upplýsingatækni sem nefnist STERNA (Semantic Web-based Thematic European Reference Network Application), og er hluti af “eContentplus” áætlun Evrópusambandsins. Verkefnið hlaut 1,5 milljón evra styrk í júní 2008 og stendur yfir í tæp þrjú ár. Verkefnið er tilraun um að gera hvers kyns upplýsingar um náttúruna aðgengilegar á netinu.


 • 02.10.2008

  Frjókornafræðsla á Vísindavöku 2008

  Frjókornafræðsla á Vísindavöku 2008

  02.10.2008

  Mörg hundruð manns heimsóttu bás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku í september. Þar kynnti stofnunin starfsemi sína með fræðslu um fjókorn. Í sýningunni voru veggspjöld með upplýsingum um hvað frjókorn eru, hvaða frjókorn valda ofnæmi og af hverju, hvers vegna frjókornamælingar eru mikilvægar og ýmislegt fleira. Boðið var upp á að skoða frjókorn í smásjá og frjógildra sem fangar frjókorn frá vori fram á haust í Reykjavík var til sýnis.