Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

22.12.2008
Undanfarin ár hefur Náttúrufræðistofnun búið til sín eigin jólakort sem eru jafnframt fræðslukort. Jólakort stofnunarinnar að þessu sinni er af beitilyngi, Calluna vulgaris, og tók Gróa Valgerður Ingimundardóttir, líffræðingur, myndina.
Beitilyng. Ljósm. Gróa Valgerður Ingimundardóttir.

Beitilyng er sígrænt lyng sem blómstrar bleikum, drúpandi blómum í ágúst og fram í september. Það er mjög algengt í sumum landshlutum en vantar alveg annars staðar, t.d. er ekki vitað um það á Vestfjörðum og mjög óvíða í Húnavatnssýslu. Það vex einkum frá láglendi og upp í 600 m hæð. Áður fyrr var beitilyng gjarna haft í húsum þar sem því var trúað að það fældi frá mýs og rottur. Eins var því trúað að ef það blómgaðist mjög í toppinn yrði veturinn harður en ef greinaendar voru blómlausir yrði hann mildur. Beitilyng er sérlega gott við blöðrubólgu og fleiri sýkingum í þvagfærum. Eins þykir gott að drekka te af jurtinni til að eiga hægara með svefn og beitilyngssmyrsl þykja góð gegn gigt og öðrum bólgum.