Fréttir
-
22.12.2009
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
-
21.12.2009
Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2009
Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2009
21.12.2009
Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiddu 2009 og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.
-
21.12.2009
Vetrarfuglar á Suðvesturlandi í 50 ár - hrun í svartbaksstofninum
Vetrarfuglar á Suðvesturlandi í 50 ár - hrun í svartbaksstofninum
21.12.2009
Vetrarfuglar hafa verið taldir um jólaleytið í nær 60 ár eða frá 1952. Sjálfboðaliðar annast þessar talningar sem ná nú til um 150 svæða um land allt. Niðurstöður áranna 2002-2008 eru aðgengilegar á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Á ráðstefnu Líffræðifélagsins í nóvember 2009 kynntu þau Guðmundur A. Guðmundsson, Svenja N.V. Auhage og Kristinn Haukur Skarphéðinsson langtímavísitölur fyrir 19 algengar fuglategundir á Suðvesturlandi (1959-2008) (sjá bls. 60). Þar kom m.a. fram að svartbaki hefur fækkað gríðarlega á þessum tíma. Hvítmáfi fjölgaði fram undir 1985 en hefur verið á stöðugri niðurleið síðan. Dílaskarfur og toppskarfur sveiflast í takt við talningar á varpstöðvum, sá fyrrnefndi hefur verið i vexti undanfarin ár en toppskarfi fækkar. Vaðfuglarnir sendlingur, tildra og stelkur hafa fylgst lengi að, en hefur ásamt tjaldi fækkað um helming í fjörum á Suðvesturlandi undanfarin sjö ár.
-
21.12.2009
Skoffínið kveðið niður - minningargrein
Skoffínið kveðið niður - minningargrein
21.12.2009
Skoffín þekkja margir í merkingunni fífl eða kjáni og stundum sem gæluorð um börn. Svo eru til skoffín sem náttúrufyrirbrigði og er það skilgreint sem afkæmi refs og hundstíkur. Skuggabaldur er afkvæmi sömu dýra en kemur úr móðurkviði refsins og er hugtakið einnig notað yfir illan anda, myrkramann og læðupoka.
-
14.12.2009
Vetrarfuglatalning 2009
Vetrarfuglatalning 2009
14.12.2009
Hin árlega vetrarfuglatalning sem Náttúrufræðistofnun Íslands hefur skipulagt frá 1952 fer að þessu sinni fram sunnudaginn 27. desember n.k. Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi.
-
04.12.2009
Nýtt gróðurkort af Hrísey og útbreiðslu ágengra tegunda
Nýtt gróðurkort af Hrísey og útbreiðslu ágengra tegunda
04.12.2009
Hjá Náttúrufræðistofnun Íslands er komin út ný skýrsla um gróðurfar í Hrísey og fylgir henni gróðurkort af eynni. Skýrslan er unnin fyrir Akureyrarbæ en vettvangsvinna hófst haustið 2007. Markmið með verkefninu var að fá yfirlit yfir gróðurfar í Hrísey og var sérstök áhersla lögð á að kortleggja útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils og fá þannig skýra mynd af framgangi þessara tegunda sem hafa breiðst hratt út í Hrísey á síðustu áratugum. Jafnframt væri hægt að spá fyrir um líklegar breytingar í framtíðinni. Auk gróðurkorta af Hrísey er útbreiðsla alaskalúpínu, skógarkerfils og ætihvannar rakin og birt á kortum í skýrslunni.
-
01.12.2009
Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2009
Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2009
01.12.2009
Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.
-
01.12.2009
Bernarsamningurinn um vernd villtrar náttúru í Evrópu 30 ára. Aðildarríki orðin 50 að tölu og forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands endurkjörinn forseti samningsins
Bernarsamningurinn um vernd villtrar náttúru í Evrópu 30 ára. Aðildarríki orðin 50 að tölu og forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands endurkjörinn forseti samningsins
01.12.2009
Bernarsamningurinn um vernd villtra dýra og plantna og búsvæða þeirra í Evrópu var samþykktur og lagður fram til undirritunar í Bern í Sviss 19. september 1979. Í tilefni af þessu 30 ára afmæli samningsins var árlegur fundur aðildarríkjanna haldinn í Bern 23. – 26. nóvember sl. í boði svissnesku ríkisstjórnarinnar. Þetta var í fyrsta sinn í sögu samningsins að fundurinn er haldinn utan Evrópuráðsins í Strasbourg í Frakklandi þar sem hann er vistaður. Fundurinn, sem var vel sóttur af aðildarríkjum, áheyrnarríkjum og alþjóðlegum samningum og samtökum, markaði tímamót þar sem fjöldi aðildarríkja varð 50 ríki með aðild Bosníu-Herzegóvínu, Svartfjallalandi og Georgíu. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands og forseti samningsins setti fundinn og stýrði honum (opnunarávarp). Hann var einróma endurkjörinn í fundarlok að tillögu ríkja Evrópusambandsins. Fundurinn samþykkti sérstaka yfirlýsingu, The Bern Declaration, um framtíðaráherslur á sviði náttúruverndar í tengslum við ár Sameinuðu þjóðanna, 2010, um líffræðilega fjölbreytni.
-
20.11.2009
Mat á verndargildi 18 háhitasvæða - samantekt í Speglinum á RÚV
Mat á verndargildi 18 háhitasvæða - samantekt í Speglinum á RÚV
20.11.2009
Eins og fram hefur komið á vef Náttúrufræðistofnunar er umfangsmiklum rannsóknum stofnunarinnar á náttúrufari og verndargildi háhitasvæða landsins lokið. Hægt er að nálgast skýrslur og annað efni tengt þessum rannsóknum á vef stofnunarinnar. Í gær var greinargóð samantekt um verkefnið kynnt í útvarpsþættinum Speglinum á RÚV þar sem Kristján Jónasson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun og einn helsti sérfræðingur þessara rannsókna, ræðir um verkefnið.
-
13.11.2009
Mat á verndargildi 18 háhitasvæða
Mat á verndargildi 18 háhitasvæða
13.11.2009
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lokið umfangsmiklum rannsóknum á náttúrufari og verndargildi háhitasvæða landsins, sem hófust árið 2005. Þetta er í fyrsta skipti að aflað er með skipulegum hætti heildstæðum upplýsingum um náttúrufar háhitasvæða, jarðfræði og lífríki, til að meta sérstöðu þeirra í íslenskri náttúru og náttúrufarsleg verðmæti. Niðurstöður verkefnisins eru birtar í fjórum skýrslum, ásamt fylgigögnum (kortum og myndum), sem er að finna á vef stofnunarinnar. Í matinu er Torfajökulssvæðið talið hafa hæst verndargildi, en eftirtalin svæði önnur hafa hátt verndargildi á heimsvísu: Reykjanes, Grændalur, Geysir, Torfajökull/Landmannalaugar, Askja, Leirhnjúkur og Gjástykki og Brennisteinsfjöll. Ljóst er að lítill munur er á verndargildi margra háhitasvæða landsins en þau eru öll fágæt á lands- og heimsvísu að mati Náttúrufræðistofnunar.
-
12.11.2009
Hrafnaþing 2009-2010
Hrafnaþing 2009-2010
12.11.2009
Fyrsta erindi vetrarins á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands verður flutt miðvikudaginn 25. nóvember. Svenja Auhage, umhverfis- og vistfræðingur á Náttúrufræðistofnun, ríður á vaðið með erindið „Fuglalíf á endurheimtum vötnum á Vesturlandi“. Hægt er að nálgast dagskrá vetrarins á vef stofnunarinnar.
-
10.11.2009
Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2009
Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2009
10.11.2009
Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.
-
26.10.2009
Að spyrja Náttúruna - saga Náttúrugripasafnsins
Að spyrja Náttúruna - saga Náttúrugripasafnsins
26.10.2009
Náttúrufræðistofnun minnir á sýningu sína „Að spyrja Náttúruna – saga Náttúrugripasafnsins“, sem stendur nú yfir í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Sýningin segir sögu safnsins frá því það var stofnsett árið 1889 þar til því var lokað tímabundið fyrir almenningi árið 2008. Blómaskeið safnsins var á fyrstu áratugum 20. aldar þegar það var til húsa í Þjóðmenningarhúsinu, sem þá hét Safnahúsið.
-
28.09.2009
Aðlaðandi pöddur
Aðlaðandi pöddur
28.09.2009
Annríkt var á bás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku Rannís sem haldin var 25. september s.l. Þar kynnti stofnunin nýjan vef um pöddur. Sýndir voru lifandi spánarsniglar og pardussniglar, hægt var að skoða vorflugur, holugeitunga, mykjuflugur, birkivefara, járnsmið og trjákepp í víðsjá og börnin fengu með sér myndir til að lita og búa til óróa. Týrusporðdrekinn og tvö afkvæmi hans vöktu einnig mikla athygli. Myndasýning af pöddum var á skjá og veggir bássins voru prýddir pöddumyndum.
-
23.09.2009
Jarðfræðikort af Íslandi í mælikvarða 1:600.000
Jarðfræðikort af Íslandi í mælikvarða 1:600.000
23.09.2009
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ný jarðfræðikort af Íslandi í mælikvarða 1:600.000, bæði berggrunnskort og höggunarkort. Kortin eru byggð á sambærilegum kortum í mælikvarða 1:500.000 útgefnum af Náttúrufræðistofnun Íslands 1998. Ekki er um nýja kortlagningu að ræða, en gerðar voru ýmsar lagfæringar og leiðréttingar. Kortin eru nú í mælikvarðanum 1:600.000, m.a. til þess að hægt sé að prenta þau á Íslandi.
-
18.09.2009
Bernarsamningurinn 30 ára
Bernarsamningurinn 30 ára
18.09.2009
Á morgun, 19. september, eru 30 ár liðin frá undirritun Bernarsamningsins um verndun villtra dýra og plantna og búsvæða í Evrópu. Meginmarkmið Bernarsamnings er að vernda evrópskar tegundir villtra plantna og dýra og vistgerða sem eru verndarþurfi að mati aðildarríkjanna, einkum þær sem þarfnast fjölþjóðlegrar samvinnu.
-
18.09.2009
Segir af spánarsniglum
Segir af spánarsniglum
18.09.2009
Spánarsniglar höfðu hægt um sig í þurrkunum framan af sumri og færri staðfestar tilkynningar hafa borist Náttúrufræðistofnun Íslands en búist var við. Þeir hafa þó skotið upp kolli á nýjum stöðum og tilgáta um að á þessu sumri mætti búast við verulegri fjölgun fékk nýlega byr undir báða vængi.
-
15.09.2009
Ráðstefna um kortlagningu og vöktun gróðurs og landslags á norrænum slóðum
Ráðstefna um kortlagningu og vöktun gróðurs og landslags á norrænum slóðum
15.09.2009
Dagana 16. til 18. september verður haldin ráðstefna á Hótel Örk um kortlagningu og vöktun gróðurs og landslags á norrænum slóðum "Mapping and Monitoring of Nordic Vegetation and Landscape". Að ráðstefnunni stendur Náttúrufræðistofnun Íslands ásamt nokkrum stofnunum á Norðurlöndum.
-
11.09.2009
Frjómælingar á Akureyri og í Reykjavík í ágúst 2009
Frjómælingar á Akureyri og í Reykjavík í ágúst 2009
11.09.2009
Heildarfjöldi frjókorna í ágústmánuði reyndist undir meðallagi bæði á Akureyri og í Reykjavík en heildarfjöldi frjókorna í Reykjavík í ágúst mældist sá fjórði minnsti á 22 árum. Frjótíma ársins virðist vera lokið.
-
02.09.2009
Sporðdrekar – óvæntir slæðingar með ferðamönnum
Sporðdrekar – óvæntir slæðingar með ferðamönnum
02.09.2009
Þann 6. ágúst síðastliðinn var komið með athyglisverð dýr á Náttúrufræðistofnun Íslands, sem óvart höfðu slæðst til landsins með farangri íslenskra ferðamanna frá Suður-Frakklandi. Um var að ræða tvo sporðdreka og reyndist annar þeirra fullþroska og í fullu fjöri. Sporðdrekarnir voru greindir til tegundarinnar Euscorpius flavicaudis sem hér er nefnd týrusporðdreki.
-
21.08.2009
Arnarvarp gekk vel
Arnarvarp gekk vel
21.08.2009
Í sumar komust 36 arnarungar á legg og hafa þeir ekki verið fleiri í manna minnum. Íslenski hafarnarstofninn telur nú um 65 pör og urpu 45 þeirra í vor. Varp misfórst hjá 19 þeirra, þar á meðal hjá því pari sem fylgst var náið með á vefmyndavél Arnarseturs Íslands. Ástæður þess að varp misferst eru m.a. ófrjó egg og reynsluleysi ungra para. Einnig hafa sum pör verið trufluð vísvitandi en minna bar á slíku en mörg undanfarin ár.
-
21.08.2009
Nýr pípusveppur, kornasúlungur, finnst á Íslandi
Nýr pípusveppur, kornasúlungur, finnst á Íslandi
21.08.2009
Kornasúlungur, Suillus granulatus, fannst í Miðhálsstaðaskógi í Öxnadal fyrr í mánuðinum. Þetta er fyrsti staðfesti fundur tegundarinnar hér á landi. Sveppurinn er pípusveppur og finnst víða í Evrópu þar sem hann vex með furu í frekar frjóum jarðvegi. Kornasúlungur er prýðilegur matsveppur.
-
14.08.2009
Fræðist um pöddurnar okkar
Fræðist um pöddurnar okkar
14.08.2009
Áhugi landsmanna á náttúru landsins hefur aukist mikið í seinni tíð. Sífellt fleiri gefa fuglum og plöntum gaum og bækur með fróðleik um náttúruna njóta ávallt vinsælda. Haldbær fróðleikur um pöddurnar okkar er fátæklegur og full þörf er á að bæta úr því. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur nú opnað aðgang að fróðleikspistlum um pöddur á vef stofnunarinnar í von um góðar viðtökur náttúruunnenda.
-
05.08.2009
Góðæri hjá geitungum
Góðæri hjá geitungum
05.08.2009
Ekki virðist kreppan hafa náð til geitunganna í sumar. Að mati skordýrafræðings NÍ hefur trjágeitungum vegnað ágætlega í góðviðrinu sunnanlands. Bú þeirra virðast nú mun fleiri en í fyrra og stækkuðu þau undrahratt í síðasta mánuði. Óvissa ríkir enn um holugeitungana en ástandið á þeim bænum kemur betur í ljós í nýbyrjuðum ágústmánuði.
-
24.07.2009
Mosabruninn við Helgafell
Mosabruninn við Helgafell
24.07.2009
Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar hafa kannað svæðið þar sem eldur kom upp í mosavöxnu hrauni í landi Hafnarfjarðar þann 22. júlí. Farið var með brunasvæðinu og útlínur þess kortlagðar. Svæðið, sem er um tvo km austur af Helgafelli, liggur við Selvogsgötu þar sem hún fer um Þríhnúkahraun. Líklegt er að eldsupptök megi rekja til glóðar frá tóbaki göngumanns sem hefur átt leið um götuna. Bruninn er lítill en heildarflatarmál svæðisins reyndist vera tæpur hálfur hektari (4345 m2). Hraunið er mjög úfið þar sem eldurinn kom upp og hefur hann því breiðst fremur hægt um það. Slökkvistarf tókst jafnframt vel og skipti þar sköpum dreifing vatns úr þyrlu yfir svæðið.
-
17.07.2009
Norræna mosafræðifélagið (NBS) í skipulagðri ferð á Íslandi
Norræna mosafræðifélagið (NBS) í skipulagðri ferð á Íslandi
17.07.2009
Félagar í Norræna mosafræðifélaginu, NBS, voru hér á landinu í skipulagðri ferð dagana 4.-10. júlí. Mosafræðingarnir, lærðir sem leikir, komu frá Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Þýskalandi. Þetta er í annað sinn sem félagið skipuleggur ferð hingað til lands en síðast var farið á Laugarvatn árið 1983.
-
17.07.2009
Leiðangur líffræðinga til Surtseyjar 2009
Leiðangur líffræðinga til Surtseyjar 2009
17.07.2009
Líffræðingar fóru í sinn árlega leiðangur til Surtseyjar dagana 13.–16. júlí 2009. Að þessu sinni voru þrír menn frá Náttúrufræðistofnun Íslands í leiðangrinum, auk þátttakenda frá Landbúnarðarháskóla Íslands, Náttúrustofu Suðurlands, Hafrannsóknastofnuninni og Matís. Í leiðangrinum var gróður og fuglalíf eyjarinnar kannað, skordýrum safnað, öndun og ljóstillífun í gróðri mæld, útbreiðsla þörunga og dýra í fjörum könnuð og sýnum safnað af örverum sem lifa við óvenjulegar aðstæður í Surstey. Í ljós kom að hægt hefur á landnámi nýrra plöntutegunda í eynni en smádýralíf hefur hins vegar eflst og fundust nokkrar nýjar tegundir. Leiðangurinn var farinn í samvinnu við Surtseyjarfélagið og Umhverfisstofnun.
-
16.07.2009
Náttúrufræðistofnun Íslands og Hið íslenska náttúrufræðifélag 120 ára í dag
Náttúrufræðistofnun Íslands og Hið íslenska náttúrufræðifélag 120 ára í dag
16.07.2009
Náttúrufræðistofnun á rætur að rekja til Náttúrugripasafnsins sem Hið íslenska náttúrufræðifélag stofnaði 16. júlí 1889, en félagið varð til þann sama dag. Nafni Náttúrugripasafnsins var breytt í Náttúrufræðistofnun Íslands árið 1965.
-
10.07.2009
Aðalfrjótími grasa nálgast
Aðalfrjótími grasa nálgast
10.07.2009
Framundan er aðalfrjótími grasa á Íslandi en hámarkið kemur jafnan í síðari hluta júlí eða í byrjun ágústmánaðar. Verði skilyrði til frjódreifingar góð, þ.e. þurrviðrasamt og hæfilegur vindur, má jafnvel búast við hámarkinu fyrir júlílok, því að nú eru tegundir blómgaðar sem oft blómgast ekki fyrr en kemur fram í ágúst eins og t.d. vallarfoxgras (Phleum pratense).
-
10.07.2009
Risahvannir - umgangist með varúð
Risahvannir - umgangist með varúð
10.07.2009
Tröllahvönn og fleiri tegundir risahvanna (Heracleum) hafa verið ræktaðar til skrauts í nokkrum mæli hér á landi. Á stöku stað hafa þær tekið að breiðast út síðustu ár með hlýnandi loftslagi og aukinni beitarfriðun lands. Velþekkt er að safi úr risahvönnum getur orsakað bruna við sólarljós og því er mikilvægt að umgangast þessar tegundir með varúð.
-
22.06.2009
Vistgerðir á miðhálendi Íslands - nýútkomin skýrsla
Vistgerðir á miðhálendi Íslands - nýútkomin skýrsla
22.06.2009
Á síðustu tíu árum hefur Náttúrufræðistofnun Íslands unnið að því að flokka og lýsa vistgerðum á miðhálendi Íslands. Rannsökuð hafa verið átta svæði um 6500 km² að flatarmáli eða um 6% af landinu öllu. Alls hafa verið skilgreindar 24 vistgerðir. Stofnunin gaf nýlega út niðurstöður þessara rannsókna í sérstakri skýrslu. Þar er einkennum vistgerðanna lýst, svo sem gróðri, fuglalífi og smádýralífi og verndargildi metið.
-
10.06.2009
Dagur hinna villtu blóma, 14. júní
Dagur hinna villtu blóma, 14. júní
10.06.2009
Dagur hinna villtu blóma verður haldinn í 6. skipti næstkomandi sunnudag 14. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.
-
09.06.2009
Frjómælingar á Akureyri og í Reykjavík í apríl og maí 2009 - fréttatilkynning
Frjómælingar á Akureyri og í Reykjavík í apríl og maí 2009 - fréttatilkynning
09.06.2009
Frjómagn í Reykjavík í apríl og maí losaði 700 frjó/m3 sem er nokkru yfir meðallagi en töluvert minna en mældist í fyrra. Þann 29. apríl mældust fyrstu frjókornin á Akureyri og síðan hafa frjókorn verið í lofti þar alla daga að undanskildum 4. maí. Framundan er frjótími grasa, túnsúru og hundasúru. Í júní eru frjótölur oftast lágar en geta farið yfir 10 þegar kemur fram í miðjan mánuðinn. Á stöðum þar sem gras er látið óslegið og það fær að blómgast og vaxa úr sér verða frjótölur þó mun hærri. Á Íslandi er grasofnæmi algengasta frjóofnæmið.
-
04.06.2009
Þistilfiðrildi koma - Upplýsinga óskað
Þistilfiðrildi koma - Upplýsinga óskað
04.06.2009
Um miðjan maí upphófst mikill straumur þistilfiðrilda (Vanessa cardui) frá Suður-Evrópu norður eftir álfunni. Svo mikill var fjöldinn að menn höfðu aldrei fyrr orðið vitni að öðru eins. Náttúrufræðistofnun Íslands barst tilkynning um þennan einstaka atburð 26. maí með ósk um að fylgst yrði með því hvort og þá hvenær fiðrildin myndu ná hér landi. Nú eru þau sem sagt mætt til leiks.
-
25.05.2009
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar 2009
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar 2009
25.05.2009
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands var haldinn í 16. sinn miðvikudaginn 20. maí s.l. á Hótel Loftleiðum. Fundurinn var vel sóttur en meginþema hans var kynning á rannsóknum á vistgerðaflokkum sem staðið hafa yfir síðastliðin 10 ár en einnig var fjallað um landnám smádýra og myndir af sjávarbotninum við Surtsey.
-
25.05.2009
Lóan er komin í Surtsey
Lóan er komin í Surtsey
25.05.2009
Leiðangur var farinn til Surtseyjar 19.–21. maí 2009 til að setja þar upp sjálfvirka veðurstöð. Tími gafst til að fara um eyna og huga aðeins að gróðri og dýralífi. Það sem kom leiðangursmönnum mest á óvart var að finna heiðlóuhreiður með fjórum eggjum í hálfgrónu hrauninu á suðurhluta eyjarinnar. Þar hafði lóan gert sér hreiður í melgresistoppi.
-
13.05.2009
Surtarbrandur fjarlægður án leyfis
Surtarbrandur fjarlægður án leyfis
13.05.2009
Vegna fréttar um surtarbrand sem birtist í sjónvarpsfréttum RÚV þann 11. maí síðastliðinn vill Náttúrufræðistofnun vekja athygli á öðrum málslið 40. gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999. Þar segir: „Óheimilt er að nema brott eða losa steingervinga af fundarstað. Umhverfisráðuneytið getur þó að fenginni umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands veitt undanþágu frá ákvæði þessu í þágu jarðfræðirannsókna.“ Náttúrufræðistofnun lítur það alvarlegum augum að surtarbrandurinn hafi verið fjarlægður án leyfis og að fjölmiðlar sýni lögbrot „í beinni útsendingu“.
-
05.05.2009
Alþjóðlegi farfugladagurinn 9. maí 2009
Alþjóðlegi farfugladagurinn 9. maí 2009
05.05.2009
Haldið verður upp á alþjóðlega farfugladaginn á Álftanesi næstkomandi laugardag, 9. maí. Boðið verður upp á gönguferð og fuglaskoðun, leiðbeiningar um fuglaljósmyndun og ýmsar upplýsingar um fugla, ferðir þeirra og farleiðir og um náttúru Álftaness.
-
04.05.2009
Ísland tekur við formennsku í vinnuhóp um vernd lífríkis Norðurslóða
Ísland tekur við formennsku í vinnuhóp um vernd lífríkis Norðurslóða
04.05.2009
Ísland tók við formennsku í vinnuhóp Norðurskautsráðsins um vernd lífríkisins (CAFF) á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins, sem haldinn var í Tromsö í Noregi 29. apríl sl. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, er nýr formaður vinnuhópsins.
-
30.04.2009
Birkikjarrið plægt
Birkikjarrið plægt
30.04.2009
Starfsmaður Náttúrufræðistofnunar sem leið átti um Grímsnes nýlega tók eftir því að þar er búið að plægja rásir í birkikjarr vestan við Biskupstungnabraut, skammt sunnan við Kerið. Svo virðist sem landið hafi verið plægt síðastliðið sumar. Náttúrufræðistofnun er ekki kunnugt um hvað til stendur, né á hvers eða hverra vegum, en svo virðist sem ætlunin sé að planta þarna barrskógi líkt og gert var við svipaðar aðstæður nokkru sunnar, handan brautarinnar fyrir 10-15 árum.
-
27.04.2009
Ferðalangur froskur í heimsókn
Ferðalangur froskur í heimsókn
27.04.2009
Til landsins berast stundum fyrir slysni furðuskepnur frá nágrannalöndum eða enn lengra að. Skriðdýr og froskdýr vekja alltaf athygli. Nýlega barst myndarlegur og skrautlegur froskur óvart með ferðamanni frá Tælandi. Hann var færður Náttúrufræðistofnun Íslands til skoðunar. Við leit að upplýsingum á Alnetinu fundust á honum deili.
-
21.04.2009
Nýrri tegund, skorpuskeðju, lýst frá Íslandi
Nýrri tegund, skorpuskeðju, lýst frá Íslandi
21.04.2009
Skorpuskeðja, Placopyrenium formosum, er hrúðurflétta af svertuætt (Verrucariaceae). Af skeðjum, Placopyrenium, eru til ellefu tegundir í heiminum en þetta er fyrsta tegund ættkvíslarinnar sem finnst á Íslandi. Tegundinni er lýst af Alan Orange, breskum fléttufræðingi, sem safnaði henni þegar hann tók þátt í ráðstefnu um svertuætt sem haldin var á Akureyri í júní 2007. Tegundinni lýsti Alan í tímaritinu “Lichenologist”, sem er nýkomið út.
-
17.04.2009
Fiðrildavertíð NÍ er hafin
Fiðrildavertíð NÍ er hafin
17.04.2009
Nú ríkja tímar breytinga. Margt bendir til þess að áhrifa af hlýnun loftslags sé farið að gæta á lífríki landsins. Það er mikilvægt að fylgjast grannt með slíkum breytingum og er það meðal verkefna sem sinnt er á Náttúrufræðistofnun Íslands. Slíkt verður best gert með reglubundnum og stöðluðum sýnatökum eða mælingum. Það kallast vöktun. Á vegum stofnunarinnar hafa fiðrildi verið vöktuð með árlegum sýnatökum síðan 1995. Vertíð ársins 2009 hófst 16. apríl.
-
27.03.2009
Að spyrja Náttúruna - Saga Náttúrugripasafnsins
Að spyrja Náttúruna - Saga Náttúrugripasafnsins
27.03.2009
Á morgun, 28. mars, fagnar Þjóðmenningarhúsið aldarafmæli sínu. Af því tilefni opnar sýning Náttúrufræðistofnunar „Að spyrja Náttúruna - Saga Náttúrugripasafnsins“ í húsinu. Sýningin segir sögu safnsins frá því það var stofnsett árið 1889 þar til því var lokað tímabundið fyrir almenningi árið 2008. Blómaskeið safnsins var á fyrstu áratugum 20. aldar þegar það var til húsa í Þjóðmenningarhúsinu, sem þá hét Safnahúsið.
-
20.03.2009
Nýtt Fjölrit Náttúrufræðistofnunar - nýjar heimssteindir
Nýtt Fjölrit Náttúrufræðistofnunar - nýjar heimssteindir
20.03.2009
Út er komið nýtt Fjölrit Náttúrufræðistofnunar „Útfellingasteindir frá nýlegum eldgosum á Íslandi: Surtsey 1963-1967, Eldfell 1973 og Hekla 1991“, en ritið er það 52. í röðinni og á ensku. Í ritinu er fjallað um áður óþekktar steindir, þar af tvær nýjar og samþykktar heimssteindir, eldfellít og heklaít.
-
20.03.2009
Nýjar heimssteindir - eldfellít og heklaít
Nýjar heimssteindir - eldfellít og heklaít
20.03.2009
Hópur steindafræðinga og jarðfræðinga af ýmsum þjóðernum hefur undanfarin ár unnið að rannsóknum á eldfjallaútfellingum sem myndast hafa í tengslum við þrjú eldgos, Surtseyjargosið 1963-1967, Eldfellsgosið 1973 og Heklugosið 1991. Í ljós kom að 27 steindanna sem fundust á þessum svæðum voru áður óþekktar í náttúrunni. Nú hafa tvær þeirra verið samþykktar sem nýjar heimssteindir; eldfellít, NaFe(SO4)2.og heklaít, KNaSiF6.
-
10.03.2009
Funga Nordica komin út
Funga Nordica komin út
10.03.2009
Í september 2008 kom út bókin Funga Nordica - Agaricoid, boletoid and cyphelloid genera í ritstjórn Henning Knudsen og Jan Vesterholt hjá sveppabókaútgáfunni Nordsvamp í Kaupmannahöfn. Bókin er á ensku og með henni fylgir mynddiskur þar sem bókin er á pdf formi ásamt sveppagreiningarforritinu Mycokey og u.þ.b. 4000 myndum af sveppum. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun kom að gerð bókarinnar fyrir hönd Íslands og sá um að gera lista yfir þær tegundir sem vaxa á Íslandi.
-
06.03.2009
Mikill meirihluti þjóðarinnar telur Náttúrufræðistofnun skipta miklu máli
Mikill meirihluti þjóðarinnar telur Náttúrufræðistofnun skipta miklu máli
06.03.2009
Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að um 73% landsmanna telur að starfsemi Náttúrufræðistofnunar skipti miklu máli. Þetta kemur fram í athugun sem Capacent Gallup gerði fyrir NÍ í febrúarmánuði, samhliða venjulegum spurningavagni. Jón Gunnar Ottósson forstjóri NÍ segist mjög sáttur við það viðhorf til stofnunarinnar og traust sem hér birtist. „Það er sérstaklega ánægjulegt að fá þessa afstöðu núna á þessum erfiðu tímum“ segir Jón Gunnar.
-
27.02.2009
Sinubruni á Skarðsströnd í apríl 2008 - rannsóknarniðurstöður
Sinubruni á Skarðsströnd í apríl 2008 - rannsóknarniðurstöður
27.02.2009
Mikill sinueldur kom upp 16. apríl 2008 á jörðunum Krossi og Frakkanesi á Skarðsströnd og stóð fram á næsta dag. Kortlagning og flatarmálsmæling á svæðinu sýndi að heildarstærð landsins sem brann var 1,05 km². Á eftir sinueldunum miklu á Mýrum 2006 er sinubruninn á Skarðsströnd 2008 einhver sá mesti sem þekktur er hér á landi undanfarna áratugi. Mýrlendi var ríkjandi á brunasvæðinu og hafði sinueldurinn þar lítil varanleg áhrif. Mestu skemmdirnir voru hins vegar á lynggróðri á holtum og móum með sjónum.
-
12.02.2009
Darwin í 200 ár
Darwin í 200 ár
12.02.2009
Á þessum degi árið 1809 fæddist breski náttúrufræðingurinn Charles Robert Darwin. Þess er nú minnst víða um heim að 200 ár eru liðin frá fæðingu hans. Á fimmtugasta afmælisári Darwins, þann 24. nóvember árið 1859, var bókin Uppruni tegundanna prentuð í fyrsta sinn. Þar voru færð sannfærandi rök fyrir því að þróun lífsins byggðist á náttúrulegu vali á arfgengum eiginleikum lífvera, að mannkyninu meðtöldu. Enn í dag, 150 árum síðar, standa kenningar Darwins óhaggaðar í nánast óbreyttri mynd.
-
03.02.2009
Nýr landnemi!
Nýr landnemi!
03.02.2009
Krossnefir hafa lengi verið þekktir sem gestir á Íslandi en með aukinni ræktun barrtrjáa hafa skapast skilyrði fyrir tegundina og nú hefur sést til fugla í tilhugalífi og varp verið staðfest hér á landi.
-
02.02.2009
Vetrarfuglatalning 2008
Vetrarfuglatalning 2008
02.02.2009
Vetrarfuglar voru taldir í 57. sinn um síðastliðin áramót. Óvenju fáar tegundir (73) sáust, enda komu fremur fáir flækingsfuglar fram í talningunni. Eins voru niðurstöðurnar verulega frábrugðnar fyrir margar tegundir. Hlýindin og snjóleysið fram yfir áramót ollu því að mjög lítið fannst af snjótittlingum og eins sáust færri álftir, grágæsir og vaðfuglar en oftast nær. Hafa þessir fuglar væntanlega verið miklu dreifðari en venjulega vegna hlýindanna. Reyndar virðist vaðfuglum hafa fækkað statt og stöðugt í talningum á undanförnum árum. Mun meira sást af skörfum en oftast áður og miklu meira af súlu sem hverfur yfirleitt frá landinu yfir háveturinn. Eins var óvenju mikið af máfum sums staðar, einkum þar sem síld var að finna. Niðurstöður vetrarfuglatalninga 2002-2008 er að finna á vef Náttúrufræðistofnunar.
-
02.02.2009
Efni um líffræðileiðangur til Surtseyjar 2008 sýnt í kanadíska ríkissjónvarpinu
Efni um líffræðileiðangur til Surtseyjar 2008 sýnt í kanadíska ríkissjónvarpinu
02.02.2009
Í frétt Nátturufræðistofnunar af Surtseyjarleiðangri 2008 var m.a. greint frá því að sjónvarpstökumenn frá kanadíska ríkissjónvarpinu í Quebec hefðu verið með í för og tekið upp efni um Surtsey. Þeir hafa nú lokið gerð þáttar um leiðangurinn og var hann sýndur í náttúrulífsþættinum "Decouverte" þann 25. jan. s.l.
-
23.01.2009
Nú má nálgast bæklinginn „Evrópskur sáttmáli um veiðar og líffræðilega fjölbreytni“ á vef Náttúrufræðistofnunar
Nú má nálgast bæklinginn „Evrópskur sáttmáli um veiðar og líffræðilega fjölbreytni“ á vef Náttúrufræðistofnunar
23.01.2009
Bæklingurinn „Evrópskur sáttmáli um veiðar og líffræðilega fjölbreytni“ (European Charter on Hunting and Biodiversity) er gefinn út á vegum Evrópuráðsins og fastanefndar Bernarsamningsins um vernd plantna og dýra og búsvæða þeirra í Evrópu. Sáttmálinn er útfærsla á samþykkt fastanefndar Bernarsamningsins nr. 128 um veiðar og líffræðilega fjölbreytni.
-
12.01.2009
Aldurshlutföll á veiðitíma 2008
Aldurshlutföll á veiðitíma 2008
12.01.2009
Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær hafa veitt og senda stofnuninni. Þetta var gert líkt og önnur ár eftir veiðitímann 2008. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.
-
07.01.2009
Vetrarfuglatalning í vorveðri
Vetrarfuglatalning í vorveðri
07.01.2009
Fuglar voru taldir um áramótin af áhugamönnum víða um land. Er það 57. árið sem Náttúrufræðistofnun Íslands skipuleggur slíka vetrarfuglatalningu. Talið var á um 150 svæðum og hafa niðurstöður borist frá þeim flestum (125). Bráðabirgðaniðurstöður er að finna á vef Náttúrufræðistofnunar.