Fréttir

 • 27.02.2009

  Sinubruni á Skarðsströnd í apríl 2008 - rannsóknarniðurstöður

  Sinubruni á Skarðsströnd í apríl 2008 - rannsóknarniðurstöður

  27.02.2009

  Mikill sinueldur kom upp 16. apríl 2008 á jörðunum Krossi og Frakkanesi á Skarðsströnd og stóð fram á næsta dag. Kortlagning og flatarmálsmæling á svæðinu sýndi að heildarstærð landsins sem brann var 1,05 km². Á eftir sinueldunum miklu á Mýrum 2006 er sinubruninn á Skarðsströnd 2008 einhver sá mesti sem þekktur er hér á landi undanfarna áratugi. Mýrlendi var ríkjandi á brunasvæðinu og hafði sinueldurinn þar lítil varanleg áhrif. Mestu skemmdirnir voru hins vegar á lynggróðri á holtum og móum með sjónum.

 • 12.02.2009

  Darwin í 200 ár

  Darwin í 200 ár

  12.02.2009


  Á þessum degi árið 1809 fæddist breski náttúrufræðingurinn Charles Robert Darwin. Þess er nú minnst víða um heim að 200 ár eru liðin frá fæðingu hans. Á fimmtugasta afmælisári Darwins, þann 24. nóvember árið 1859, var bókin Uppruni tegundanna prentuð í fyrsta sinn. Þar voru færð sannfærandi rök fyrir því að þróun lífsins byggðist á náttúrulegu vali á arfgengum eiginleikum lífvera, að mannkyninu meðtöldu. Enn í dag, 150 árum síðar, standa kenningar Darwins óhaggaðar í nánast óbreyttri mynd.

 • 03.02.2009

  Nýr landnemi!

  Nýr landnemi!

  03.02.2009


  Krossnefir hafa lengi verið þekktir sem gestir á Íslandi en með aukinni ræktun barrtrjáa hafa skapast skilyrði fyrir tegundina og nú hefur sést til fugla í tilhugalífi og varp verið staðfest hér á landi.

 • 02.02.2009

  Vetrarfuglatalning 2008

  Vetrarfuglatalning 2008

  02.02.2009

  Vetrarfuglar voru taldir í 57. sinn um síðastliðin áramót. Óvenju fáar tegundir (73) sáust, enda komu fremur fáir flækingsfuglar fram í talningunni. Eins voru niðurstöðurnar verulega frábrugðnar fyrir margar tegundir. Hlýindin og snjóleysið fram yfir áramót ollu því að mjög lítið fannst af snjótittlingum og eins sáust færri álftir, grágæsir og vaðfuglar en oftast nær. Hafa þessir fuglar væntanlega verið miklu dreifðari en venjulega vegna hlýindanna. Reyndar virðist vaðfuglum hafa fækkað statt og stöðugt í talningum á undanförnum árum. Mun meira sást af skörfum en oftast áður og miklu meira af súlu sem hverfur yfirleitt frá landinu yfir háveturinn. Eins var óvenju mikið af máfum sums staðar, einkum þar sem síld var að finna. Niðurstöður vetrarfuglatalninga 2002-2008 er að finna á vef Náttúrufræðistofnunar.

 • 02.02.2009

  Efni um líffræðileiðangur til Surtseyjar 2008 sýnt í kanadíska ríkissjónvarpinu

  Efni um líffræðileiðangur til Surtseyjar 2008 sýnt í kanadíska ríkissjónvarpinu

  02.02.2009

  Í frétt Nátturufræðistofnunar af Surtseyjarleiðangri 2008 var m.a. greint frá því að sjónvarpstökumenn frá kanadíska ríkissjónvarpinu í Quebec hefðu verið með í för og tekið upp efni um Surtsey. Þeir hafa nú lokið gerð þáttar um leiðangurinn og var hann sýndur í náttúrulífsþættinum "Decouverte" þann 25. jan. s.l.