Mikill meirihluti þjóðarinnar telur Náttúrufræðistofnun skipta miklu máli

06.03.2009

Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að um 73% landsmanna telur að starfsemi Náttúrufræðistofnunar skipti miklu máli. Þetta kemur fram í athugun sem Capacent Gallup gerði fyrir NÍ í febrúarmánuði, samhliða venjulegum spurningavagni. Jón Gunnar Ottósson forstjóri NÍ segist mjög sáttur við það viðhorf til stofnunarinnar og traust sem hér birtist. „Það er sérstaklega ánægjulegt að fá þessa afstöðu núna á þessum erfiðu tímum“ segir Jón Gunnar.

 72,9% telja að starfsemi NÍ skipti miklu máli NÍ er í fjórða sæti með öðrum opinberum stofnunum
72,9% telja að starfsemi NÍ skipti miklu máli. NÍ er á svipuðu róli og Umboðsmaður Alþingis og Heilbrigðiskerfið.


73% telja að starfsemi NÍ skipti miklu máli

Spurt var hversu miklu máli starfsemi Náttúrufræðistofnunar Íslands skiptir. 72,9% sögðu hana skipta miklu máli, 10,2% sögðu litlu máli, en 16,9% hvorki né.

Ekki greindist marktækur munur á trausti í garð stofnunarinnar hvað varðaði kyn, aldur, búsetu eða tekjur. Hins vegar mældist marktækur munur á afstöðu til stofnunarinnar eftir aldri og töldu yngstu aldurshóparnir, frá 16-34 ára, mikilvægið heldur minna en þeir sem eldri eru.

 

52,0% bera mikið traust til NÍ. Aðeins 2,3% bera mjög lítið traust til stofnunarinnar.

Hversu mikið eða lítið traust berð þú til Náttúrufræðistofnunar Íslands?

Þá var spurt hversu mikið eða lítið traust fólk bæri til Náttúrufræðistofnunar og var niðurstaðan sú að 52,0% sögðu mikið, 6,7% sögðu lítið en 41,4% hvorki né. Ef rýnt er í niðurstöðurnar kemur í ljós að einungis 2,3% bera mjög lítið traust til stofnunarinnar. Samanburður við aðrar opinberar stofnanir sýnir að NÍ er á svipuðu róli og Heilbrigðiskerfið og Umboðsmaður Alþingis, en á eftir HÍ og lögreglunni.

 

Upphaflegt úrtak var 2351 manns og fjöldi svarenda 1476 eða 62,8%.