Nýtt Fjölrit Náttúrufræðistofnunar - nýjar heimssteindir

20.03.2009

Út er komið nýtt Fjölrit Náttúrufræðistofnunar „Útfellingasteindir frá nýlegum eldgosum á Íslandi: Surtsey 1963-1967, Eldfell 1973 og Hekla 1991“, en ritið er það 52. í röðinni og á ensku. Í ritinu er fjallað um áður óþekktar steindir, þar af tvær nýjar og samþykktar heimssteindir, eldfellít og heklaít.

Smellið á mynd til að nálgast Fjölrit 52 á pdf-formi.

Ritið má nálgast á vef stofnunarinnar á pdf-formi, en best er að hafa samband við bókasafn stofnunarinnar (bokasafn@ni.is) til að fá prentað eintak. Það kostar 1700 kr.