Fréttir
-
30.04.2009
Birkikjarrið plægt
Birkikjarrið plægt
30.04.2009
Starfsmaður Náttúrufræðistofnunar sem leið átti um Grímsnes nýlega tók eftir því að þar er búið að plægja rásir í birkikjarr vestan við Biskupstungnabraut, skammt sunnan við Kerið. Svo virðist sem landið hafi verið plægt síðastliðið sumar. Náttúrufræðistofnun er ekki kunnugt um hvað til stendur, né á hvers eða hverra vegum, en svo virðist sem ætlunin sé að planta þarna barrskógi líkt og gert var við svipaðar aðstæður nokkru sunnar, handan brautarinnar fyrir 10-15 árum.
-
27.04.2009
Ferðalangur froskur í heimsókn
Ferðalangur froskur í heimsókn
27.04.2009
Til landsins berast stundum fyrir slysni furðuskepnur frá nágrannalöndum eða enn lengra að. Skriðdýr og froskdýr vekja alltaf athygli. Nýlega barst myndarlegur og skrautlegur froskur óvart með ferðamanni frá Tælandi. Hann var færður Náttúrufræðistofnun Íslands til skoðunar. Við leit að upplýsingum á Alnetinu fundust á honum deili.
-
21.04.2009
Nýrri tegund, skorpuskeðju, lýst frá Íslandi
Nýrri tegund, skorpuskeðju, lýst frá Íslandi
21.04.2009
Skorpuskeðja, Placopyrenium formosum, er hrúðurflétta af svertuætt (Verrucariaceae). Af skeðjum, Placopyrenium, eru til ellefu tegundir í heiminum en þetta er fyrsta tegund ættkvíslarinnar sem finnst á Íslandi. Tegundinni er lýst af Alan Orange, breskum fléttufræðingi, sem safnaði henni þegar hann tók þátt í ráðstefnu um svertuætt sem haldin var á Akureyri í júní 2007. Tegundinni lýsti Alan í tímaritinu “Lichenologist”, sem er nýkomið út.
-
17.04.2009
Fiðrildavertíð NÍ er hafin
Fiðrildavertíð NÍ er hafin
17.04.2009
Nú ríkja tímar breytinga. Margt bendir til þess að áhrifa af hlýnun loftslags sé farið að gæta á lífríki landsins. Það er mikilvægt að fylgjast grannt með slíkum breytingum og er það meðal verkefna sem sinnt er á Náttúrufræðistofnun Íslands. Slíkt verður best gert með reglubundnum og stöðluðum sýnatökum eða mælingum. Það kallast vöktun. Á vegum stofnunarinnar hafa fiðrildi verið vöktuð með árlegum sýnatökum síðan 1995. Vertíð ársins 2009 hófst 16. apríl.