Fréttir

 • 25.05.2009

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar 2009

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar 2009

  25.05.2009

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands var haldinn í 16. sinn miðvikudaginn 20. maí s.l. á Hótel Loftleiðum. Fundurinn var vel sóttur en meginþema hans var kynning á rannsóknum á vistgerðaflokkum sem staðið hafa yfir síðastliðin 10 ár en einnig var fjallað um landnám smádýra og myndir af sjávarbotninum við Surtsey.

 • 25.05.2009

  Lóan er komin í Surtsey

  Lóan er komin í Surtsey

  25.05.2009

  Leiðangur var farinn til Surtseyjar 19.–21. maí 2009 til að setja þar upp sjálfvirka veðurstöð. Tími gafst til að fara um eyna og huga aðeins að gróðri og dýralífi. Það sem kom leiðangursmönnum mest á óvart var að finna heiðlóuhreiður með fjórum eggjum í hálfgrónu hrauninu á suðurhluta eyjarinnar. Þar hafði lóan gert sér hreiður í melgresistoppi.

 • 13.05.2009

  Surtarbrandur fjarlægður án leyfis

  Surtarbrandur fjarlægður án leyfis

  13.05.2009


  Vegna fréttar um surtarbrand sem birtist í sjónvarpsfréttum RÚV þann 11. maí síðastliðinn vill Náttúrufræðistofnun vekja athygli á öðrum málslið 40. gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999. Þar segir: „Óheimilt er að nema brott eða losa steingervinga af fundarstað. Umhverfisráðuneytið getur þó að fenginni umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands veitt undanþágu frá ákvæði þessu í þágu jarðfræðirannsókna.“ Náttúrufræðistofnun lítur það alvarlegum augum að surtarbrandurinn hafi verið fjarlægður án leyfis og að fjölmiðlar sýni lögbrot „í beinni útsendingu“.


 • 05.05.2009

  Alþjóðlegi farfugladagurinn 9. maí 2009

  Alþjóðlegi farfugladagurinn 9. maí 2009

  05.05.2009


  Haldið verður upp á alþjóðlega farfugladaginn á Álftanesi næstkomandi laugardag, 9. maí. Boðið verður upp á gönguferð og fuglaskoðun, leiðbeiningar um fuglaljósmyndun og ýmsar upplýsingar um fugla, ferðir þeirra og farleiðir og um náttúru Álftaness.

 • 04.05.2009

  Ísland tekur við formennsku í vinnuhóp um vernd lífríkis Norðurslóða

  Ísland tekur við formennsku í vinnuhóp um vernd lífríkis Norðurslóða

  04.05.2009

  Ísland tók við formennsku í vinnuhóp Norðurskautsráðsins um vernd lífríkisins (CAFF) á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins, sem haldinn var í Tromsö í Noregi 29. apríl sl. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, er nýr formaður vinnuhópsins.