Dagur hinna villtu blóma, 14. júní

10.06.2009
Dagur hinna villtu blóma verður haldinn í 6. skipti næstkomandi sunnudag 14. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.
Brennisóley. Ljósm. Hörður Kristinsson.

Í boði eru 15 plöntuskoðunarferðir víðs vegar um landið, en upplýsingar um allar ferðirnar er að finna á vefsíðunni Flóra Íslands.