Fréttir

 • 24.07.2009

  Mosabruninn við Helgafell

  Mosabruninn við Helgafell

  24.07.2009


  Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar hafa kannað svæðið þar sem eldur kom upp í mosavöxnu hrauni í landi Hafnarfjarðar þann 22. júlí. Farið var með brunasvæðinu og útlínur þess kortlagðar. Svæðið, sem er um tvo km austur af Helgafelli, liggur við Selvogsgötu þar sem hún fer um Þríhnúkahraun. Líklegt er að eldsupptök megi rekja til glóðar frá tóbaki göngumanns sem hefur átt leið um götuna. Bruninn er lítill en heildarflatarmál svæðisins reyndist vera tæpur hálfur hektari (4345 m2). Hraunið er mjög úfið þar sem eldurinn kom upp og hefur hann því breiðst fremur hægt um það. Slökkvistarf tókst jafnframt vel og skipti þar sköpum dreifing vatns úr þyrlu yfir svæðið. • 17.07.2009

  Norræna mosafræðifélagið (NBS) í skipulagðri ferð á Íslandi

  Norræna mosafræðifélagið (NBS) í skipulagðri ferð á Íslandi

  17.07.2009


  Félagar í Norræna mosafræðifélaginu, NBS, voru hér á landinu í skipulagðri ferð dagana 4.-10. júlí. Mosafræðingarnir, lærðir sem leikir, komu frá Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Þýskalandi. Þetta er í annað sinn sem félagið skipuleggur ferð hingað til lands en síðast var farið á Laugarvatn árið 1983.


 • 17.07.2009

  Leiðangur líffræðinga til Surtseyjar 2009

  Leiðangur líffræðinga til Surtseyjar 2009

  17.07.2009

  Líffræðingar fóru í sinn árlega leiðangur til Surtseyjar dagana 13.–16. júlí 2009. Að þessu sinni voru þrír menn frá Náttúrufræðistofnun Íslands í leiðangrinum, auk þátttakenda frá Landbúnarðarháskóla Íslands, Náttúrustofu Suðurlands, Hafrannsóknastofnuninni og Matís. Í leiðangrinum var gróður og fuglalíf eyjarinnar kannað, skordýrum safnað, öndun og ljóstillífun í gróðri mæld, útbreiðsla þörunga og dýra í fjörum könnuð og sýnum safnað af örverum sem lifa við óvenjulegar aðstæður í Surstey. Í ljós kom að hægt hefur á landnámi nýrra plöntutegunda í eynni en smádýralíf hefur hins vegar eflst og fundust nokkrar nýjar tegundir. Leiðangurinn var farinn í samvinnu við Surtseyjarfélagið og Umhverfisstofnun.

 • 16.07.2009

  Náttúrufræðistofnun Íslands og Hið íslenska náttúrufræðifélag 120 ára í dag

  Náttúrufræðistofnun Íslands og Hið íslenska náttúrufræðifélag 120 ára í dag

  16.07.2009


  Náttúrufræðistofnun á rætur að rekja til Náttúrugripasafnsins sem Hið íslenska náttúrufræðifélag stofnaði 16. júlí 1889, en félagið varð til þann sama dag. Nafni Náttúrugripasafnsins var breytt í Náttúrufræðistofnun Íslands árið 1965.

 • 10.07.2009

  Aðalfrjótími grasa nálgast

  Aðalfrjótími grasa nálgast

  10.07.2009

  Framundan er aðalfrjótími grasa á Íslandi en hámarkið kemur jafnan í síðari hluta júlí eða í byrjun ágústmánaðar. Verði skilyrði til frjódreifingar góð, þ.e. þurrviðrasamt og hæfilegur vindur, má jafnvel búast við hámarkinu fyrir júlílok, því að nú eru tegundir blómgaðar sem oft blómgast ekki fyrr en kemur fram í ágúst eins og t.d. vallarfoxgras (Phleum pratense).

 • 10.07.2009

  Risahvannir - umgangist með varúð

  Risahvannir - umgangist með varúð

  10.07.2009

  Tröllahvönn og fleiri tegundir risahvanna (Heracleum) hafa verið ræktaðar til skrauts í nokkrum mæli hér á landi. Á stöku stað hafa þær tekið að breiðast út síðustu ár með hlýnandi loftslagi og aukinni beitarfriðun lands. Velþekkt er að safi úr risahvönnum getur orsakað bruna við sólarljós og því er mikilvægt að umgangast þessar tegundir með varúð.