Fréttir
-
28.09.2009
Aðlaðandi pöddur
Aðlaðandi pöddur
28.09.2009
Annríkt var á bás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku Rannís sem haldin var 25. september s.l. Þar kynnti stofnunin nýjan vef um pöddur. Sýndir voru lifandi spánarsniglar og pardussniglar, hægt var að skoða vorflugur, holugeitunga, mykjuflugur, birkivefara, járnsmið og trjákepp í víðsjá og börnin fengu með sér myndir til að lita og búa til óróa. Týrusporðdrekinn og tvö afkvæmi hans vöktu einnig mikla athygli. Myndasýning af pöddum var á skjá og veggir bássins voru prýddir pöddumyndum.
-
23.09.2009
Jarðfræðikort af Íslandi í mælikvarða 1:600.000
Jarðfræðikort af Íslandi í mælikvarða 1:600.000
23.09.2009
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ný jarðfræðikort af Íslandi í mælikvarða 1:600.000, bæði berggrunnskort og höggunarkort. Kortin eru byggð á sambærilegum kortum í mælikvarða 1:500.000 útgefnum af Náttúrufræðistofnun Íslands 1998. Ekki er um nýja kortlagningu að ræða, en gerðar voru ýmsar lagfæringar og leiðréttingar. Kortin eru nú í mælikvarðanum 1:600.000, m.a. til þess að hægt sé að prenta þau á Íslandi.
-
18.09.2009
Bernarsamningurinn 30 ára
Bernarsamningurinn 30 ára
18.09.2009
Á morgun, 19. september, eru 30 ár liðin frá undirritun Bernarsamningsins um verndun villtra dýra og plantna og búsvæða í Evrópu. Meginmarkmið Bernarsamnings er að vernda evrópskar tegundir villtra plantna og dýra og vistgerða sem eru verndarþurfi að mati aðildarríkjanna, einkum þær sem þarfnast fjölþjóðlegrar samvinnu.
-
18.09.2009
Segir af spánarsniglum
Segir af spánarsniglum
18.09.2009
Spánarsniglar höfðu hægt um sig í þurrkunum framan af sumri og færri staðfestar tilkynningar hafa borist Náttúrufræðistofnun Íslands en búist var við. Þeir hafa þó skotið upp kolli á nýjum stöðum og tilgáta um að á þessu sumri mætti búast við verulegri fjölgun fékk nýlega byr undir báða vængi.
-
15.09.2009
Ráðstefna um kortlagningu og vöktun gróðurs og landslags á norrænum slóðum
Ráðstefna um kortlagningu og vöktun gróðurs og landslags á norrænum slóðum
15.09.2009
Dagana 16. til 18. september verður haldin ráðstefna á Hótel Örk um kortlagningu og vöktun gróðurs og landslags á norrænum slóðum "Mapping and Monitoring of Nordic Vegetation and Landscape". Að ráðstefnunni stendur Náttúrufræðistofnun Íslands ásamt nokkrum stofnunum á Norðurlöndum.
-
11.09.2009
Frjómælingar á Akureyri og í Reykjavík í ágúst 2009
Frjómælingar á Akureyri og í Reykjavík í ágúst 2009
11.09.2009
Heildarfjöldi frjókorna í ágústmánuði reyndist undir meðallagi bæði á Akureyri og í Reykjavík en heildarfjöldi frjókorna í Reykjavík í ágúst mældist sá fjórði minnsti á 22 árum. Frjótíma ársins virðist vera lokið.
-
02.09.2009
Sporðdrekar – óvæntir slæðingar með ferðamönnum
Sporðdrekar – óvæntir slæðingar með ferðamönnum
02.09.2009
Þann 6. ágúst síðastliðinn var komið með athyglisverð dýr á Náttúrufræðistofnun Íslands, sem óvart höfðu slæðst til landsins með farangri íslenskra ferðamanna frá Suður-Frakklandi. Um var að ræða tvo sporðdreka og reyndist annar þeirra fullþroska og í fullu fjöri. Sporðdrekarnir voru greindir til tegundarinnar Euscorpius flavicaudis sem hér er nefnd týrusporðdreki.