Aðlaðandi pöddur

28.09.2009

Annríkt var á bás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku Rannís sem haldin var 25. september s.l. Þar kynnti stofnunin nýjan vef um pöddur. Sýndir voru lifandi spánarsniglar og pardussniglar, hægt var að skoða vorflugur, holugeitunga, mykjuflugur, birkivefara, járnsmið og trjákepp í víðsjá og börnin fengu með sér myndir til að lita og búa til óróa. Týrusporðdrekinn og tvö afkvæmi hans vöktu einnig mikla athygli. Myndasýning af pöddum var á skjá og veggir bássins voru prýddir pöddumyndum.

Það voru ekki bara hlaupfiðrildin og gúmmíormarnir sem trekktu að heldur eru börn og fullorðnir mjög áhugasöm um pöddurnar og kviknuðu hjá þeim margar spurningar. Svör við þeim er að finna á vefnum um pöddur.

Markmiðið með Vísindavöku og atburðum henni tengdum er að færa vísindin nær almenningi, kynna fólkið á bak við rannsóknirnar og vekja almenning til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Almenningur virðist mjög móttækilegur fyrir þessari nálgun ef marka má aðsóknina á Vísindavöku að þessu sinni.

Vísindavaka 2009 Vísindavaka 2009
Týrusporðdrekinn vakti mikla athygli. Mykjuflugur skoðaðar í víðsjá.


Vísindavaka 2009 Vísindavaka 2009
Spánarsniglar og pardussniglar skoðaðir. Pöddur skoðaðar í víðsjá.


 

Af tilefni sýningarinnar var gefinn út bæklingurinn Pöddur:

Bæklingurinn Pöddur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef smellt er á myndirnar hér fyrir neðan opnast þær í nýjum glugga í fullri stærð. Prenta má myndirnar og lita þær og einnig er hugmynd að óróa.

Kartöfluglytta - Randasveifa Hagakönguló - Tyrusporðdreki
Kartöfluglytta og Randaveifa. Hagakönguló og Týrusporðdreki.


Birkiglyrna - Skrautfeti Órói
Birkiglyrna og Skrautfeti. Pöddur fyrir óróa.


Garðaklaufhali og Krásarbobbi.