Jarðfræðikort af Íslandi í mælikvarða 1:600.000

23.09.2009

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ný jarðfræðikort af Íslandi í mælikvarða 1:600.000, bæði berggrunnskort og höggunarkort. Kortin eru byggð á sambærilegum kortum í mælikvarða 1:500.000 útgefnum af Náttúrufræðistofnun Íslands 1998. Ekki er um nýja kortlagningu að ræða, en gerðar voru ýmsar lagfæringar og leiðréttingar. Kortin eru nú í mælikvarðanum 1:600.000, m.a. til þess að hægt sé að prenta þau á Íslandi.

Nýju kortin eru með skyggingu til þess að draga betur fram landslag. Auk skýringa á íslensku og ensku, fylgja nú einnig skýringar á frönsku og þýsku. Á bakhlið kortanna eru nú ljósmyndir og stuttar lýsingar á fjórum tungumálum á þeim einingum og fyrirbærum sem koma fram á kortunum.

Kortin er m.a. hægt að nálgast í afgreiðslu Náttúrufræðistofnunar, bæði á Hlemmi og á Akureyri, þar sem þau kosta 1.290 kr. stk. Afgreiðslan er opin milli kl. 9 og 16 alla virka daga.

Kortin eru gefin út í samvinnu við Forlagið og er einnig hægt að nálgast þau hjá Forlaginu, Bræðraborgarstíg 7 101 Reykjavík, ásamt því að flestar bókabúðir og ferðamannaverslanir selja þau.

 

 

 

Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson, 2009: Jarðfræðikort af Íslandi. 1:600.000 Berggrunnur. Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík (1. útgáfa)

Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson, 2009: Jarðfræðikort af Íslandi. 1:600.000 Höggun. Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík (1. útgáfa)

Tölvuverkstjórn og kortagerð: Hans H. Hansen