Að spyrja Náttúruna - saga Náttúrugripasafnsins

Sýningin var opnuð í Þjóðmenningarhúsinu á aldarafmæli þess, þann 28. mars síðastliðinn. Á sýningunni er að finna upplýsingar um sögu safnsins, frumkvöðla að stofnun þess og forstöðumenn, ásamt því að þar er að finna ýmsa náttúrugripi og aðra muni úr sögu safnsins, s.s. geirfugl, tígrisdýr, silfurberg, gróðursýni og apa.

Sýningin hefur notið mikilla vinsælda síðan hún opnaði, sérstaklega meðal yngri kynslóðanna. Hópar leikskóla- og skólabarna hafa heimsótt sýninguna í stórum stíl. Þjóðmenningarhúsið býður upp á leiðsögn fyrir þessa hópa og aðra.

Teiknimyndasamkeppni þar sem verðlaun fyrir bestu tígrisdýramyndina verða veitt í lok ársins stendur nú yfir. Þátttakendur í samkeppninni geta sent myndir sínar til Náttúrufræðistofnunar Íslands, Hlemmi 3, 125 Reykjavík, með nafni, símanúmeri/netfangi og aldri.

Þjóðmenningarhúsið er opið alla daga milli kl. 11 og 17. Ókeypis er fyrir börn og frítt fyrir alla á miðvikudögum.