Fréttir

 • 20.11.2009

  Mat á verndargildi 18 háhitasvæða - samantekt í Speglinum á RÚV

  Mat á verndargildi 18 háhitasvæða - samantekt í Speglinum á RÚV

  20.11.2009

  Eins og fram hefur komið á vef Náttúrufræðistofnunar er umfangsmiklum rannsóknum stofnunarinnar á náttúrufari og verndargildi háhitasvæða landsins lokið. Hægt er að nálgast skýrslur og annað efni tengt þessum rannsóknum á vef stofnunarinnar. Í gær var greinargóð samantekt um verkefnið kynnt í útvarpsþættinum Speglinum á RÚV þar sem Kristján Jónasson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun og einn helsti sérfræðingur þessara rannsókna, ræðir um verkefnið.

 • 13.11.2009

  Mat á verndargildi 18 háhitasvæða

  Mat á verndargildi 18 háhitasvæða

  13.11.2009


  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lokið umfangsmiklum rannsóknum á náttúrufari og verndargildi háhitasvæða landsins, sem hófust árið 2005. Þetta er í fyrsta skipti að aflað er með skipulegum hætti heildstæðum upplýsingum um náttúrufar háhitasvæða, jarðfræði og lífríki, til að meta sérstöðu þeirra í íslenskri náttúru og náttúrufarsleg verðmæti. Niðurstöður verkefnisins eru birtar í fjórum skýrslum, ásamt fylgigögnum (kortum og myndum), sem er að finna á vef stofnunarinnar. Í matinu er Torfajökulssvæðið talið hafa hæst verndargildi, en eftirtalin svæði önnur hafa hátt verndargildi á heimsvísu: Reykjanes, Grændalur, Geysir, Torfajökull/Landmannalaugar, Askja, Leirhnjúkur og Gjástykki og Brennisteinsfjöll. Ljóst er að lítill munur er á verndargildi margra háhitasvæða landsins en þau eru öll fágæt á lands- og heimsvísu að mati Náttúrufræðistofnunar.

 • 12.11.2009

  Hrafnaþing 2009-2010

  Hrafnaþing 2009-2010

  12.11.2009

  Fyrsta erindi vetrarins á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands verður flutt miðvikudaginn 25. nóvember. Svenja Auhage, umhverfis- og vistfræðingur á Náttúrufræðistofnun, ríður á vaðið með erindið „Fuglalíf á endurheimtum vötnum á Vesturlandi“. Hægt er að nálgast dagskrá vetrarins á vef stofnunarinnar.

 • 10.11.2009

  Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2009

  Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2009

  10.11.2009

  Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.