Hrafnaþing 2009-2010
12.11.2009
Fyrsta erindi vetrarins á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands verður flutt miðvikudaginn 25. nóvember. Svenja Auhage, umhverfis- og vistfræðingur á Náttúrufræðistofnun, ríður á vaðið með erindið „Fuglalíf á endurheimtum vötnum á Vesturlandi“. Hægt er að nálgast dagskrá vetrarins á vef stofnunarinnar. 
Verið velkomin á Hrafnaþing!
Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar og er þetta í áttunda sinn sem það er haldið. Hrafnaþingið verður með svipuðu móti og áður, en erindi verða flutt að jafnaði annan til fjórða hvern miðvikudag frá kl. 12:15–13:00. Athygli er vakin á breyttum heimkynnum Hrafnaþings, en erindin verða nú haldin í sal söngskólans Domus Vox að Laugavegi 116, 2. hæð (sjá kort).
Á dagskrá vetrarins verða 8 áhugaverð fræðsluerindi um margvíslegar rannsóknir og athuganir innan ýmissa greina náttúrufræðinnar.
Erindin eru öllum opin!
Frekari upplýsingar um erindið „Fuglalíf á endurheimtum vötnum á Vesturlandi“