Mat á verndargildi 18 háhitasvæða - samantekt í Speglinum á RÚV

20.11.2009
Eins og fram hefur komið á vef Náttúrufræðistofnunar er umfangsmiklum rannsóknum stofnunarinnar á náttúrufari og verndargildi háhitasvæða landsins lokið. Hægt er að nálgast skýrslur og annað efni tengt þessum rannsóknum á vef stofnunarinnar. Í gær var greinargóð samantekt um verkefnið kynnt í útvarpsþættinum Speglinum á RÚV þar sem Kristján Jónasson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun og einn helsti sérfræðingur þessara rannsókna, ræðir um verkefnið.

Hægt er að nálgast útvarpsþáttinn hér og hefst umfjöllunin á mín. 23:57.