Fréttir

 • 14.10.2010

  Náttúrufræðistofnun Íslands flytur í nýtt húsnæði í Urriðaholti í Garðabæ

  Náttúrufræðistofnun Íslands flytur í nýtt húsnæði í Urriðaholti í Garðabæ

  14.10.2010

  Náttúrufræðistofnun Íslands stendur þessa dagana í flutningum í nýtt húsnæði í Urriðaholti í Garðabæ. Starfsemi stofnunarinnar raskast við þetta í nokkra daga og erfitt getur verið að ná af starfsfólki fram í miðja næstu viku.

 • 30.09.2010

  Arfleifð Darwins: þróunarfræði, náttúra og menning

  Arfleifð Darwins: þróunarfræði, náttúra og menning

  30.09.2010


  Bókin Arfleifð Darwins: þróunarfræði, náttúra og menning kemur út nú um mánaðamótin. Bókin er gefin út til að minnast þess að árið 2009 voru 200 ár frá fæðingu Charles Darwin og 150 ár síðan hann gaf út tímamótarit sitt Uppruni tegundanna.

 • 29.09.2010

  Fiðrildi á Vísindavöku 2010

  Fiðrildi á Vísindavöku 2010

  29.09.2010

  Mörg hundruð manns sóttu bás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku í lok september. Yfirskrift sýningarinnar var Á vængjum fögrum - Fiðrildi og var þar kynning á fiðrildum á Íslandi, bæði íslenskum fiðrildum og fiðrildum sem eru slæðingar eða flækingar - berast til landsins með vindum eða varningi. Kynnt var verkefni um vöktun fiðrilda sem staðið hefur yfir hjá Náttúrufræðistofnun frá því á árinu 1995. Hægt var að skoða ýmis fiðrildi á staðnum, stór sem smá, innlend jafnt sem erlend. Ýmislegt var í boði fyrir börnin og skordýrafræðingur stofnunarinnar, Erling Ólafsson, var á staðnum til að svara spurningum gesta.

 • 27.09.2010

  Nýir fundarstaðir skollabers og rauðberjalyngs

  Nýir fundarstaðir skollabers og rauðberjalyngs

  27.09.2010


  Staðfestur hefur verið nýr fundarstaður skollabers Cornus suecica í landi jarðarinnar Keldulands á Skaga. Rauðberjalyng Vaccinium vitis-idaea fannst síðan í byrjun september á Langanesströnd, sem er nýr fundarstaður þess.

 • 21.09.2010

  Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í Vísindavöku

  Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í Vísindavöku

  21.09.2010

  Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í Vísindavöku Rannís nk. föstudag, 24. september. Yfirskrift sýningarinnar er Á vængjum fögrum - Fiðrildi og verður þar kynning á fiðrildum á Íslandi, bæði íslenskum fiðrildum og fiðrildum sem eru slæðingar eða flækingar - berast til landsins með vindum eða varningi. Kynnt verður verkefni um vöktun fiðrilda sem staðið hefur yfir hjá Náttúrufræðistofnun frá því á árinu 1995. Hægt verður að skoða ýmis fiðrildi á staðnum, stór sem smá, innlend jafnt sem erlend. Ýmislegt verður í boði fyrir börnin og skordýrafræðingur stofnunarinnar, Erling Ólafsson, verður á staðnum til að svara spurningum gesta.

 • 20.09.2010

  Fyrsta alheimsráðstefnan um sjófugla haldin í Kanada - starfsmaður Náttúrufræðistofnunar hlaut verðlaun fyrir veggspjald

  Fyrsta alheimsráðstefnan um sjófugla haldin í Kanada - starfsmaður Náttúrufræðistofnunar hlaut verðlaun fyrir veggspjald

  20.09.2010


  Fyrsta alheimsráðstefnan um sjófugla var haldin í Victoria í Kanada fyrr í þessum mánuði. Freydís Vigfúsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun og doktorsnemi við University of East Anglia í Bretlandi, hlaut verðlaun fyrir veggspjald sitt þar sem fjallað er um rannsóknir á íslensku kríunni.

 • 15.09.2010

  Fiðrildi berast á þöndum vængjum til landsins

  Fiðrildi berast á þöndum vængjum til landsins

  15.09.2010


  Ekkert varð vart við flækingsfiðrildi á landinu okkar í sumar enda veðurblíða einstök og ekki veður til hrakninga. Það var ekki fyrr en nú viku af september að til tíðinda bar. Fiðrildi af ýmsum tegundum tóku þá að berast til landsins með hlýjum loftstraumum, e.t.v. langt úr suðri komin.

 • 14.09.2010

  Heimsþekktur þróunarfræðingur á málþingi um þróun menningar og framtíð Íslands

  Heimsþekktur þróunarfræðingur á málþingi um þróun menningar og framtíð Íslands

  14.09.2010


  Hinn virti þróunarfræðingur dr. David Sloan Wilson flytur aðalfyrirlestur á málþinginu Þróun menningar og framtíð Íslands sem haldið verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 15. september kl. 12:10-15:00. Á málþinginu verður fjallað um menningu og mannlegt samfélag út frá kenningum Darwins og þróunarfræði og hefst það með hádegisfyrirlestri Wilsons.

 • 14.09.2010

  Steypireyðurin komin suður yfir heiðar

  Steypireyðurin komin suður yfir heiðar

  14.09.2010


  Eftir að steypireyði rak á land í lok ágúst í landi Ásbúða á Skaga var vinna hafin við að hreinsa holdið af beinum hennar með aðstoð gröfu og heimamanna undir stjórn Þorvaldar Björnssonar hamskera hjá Náttúrufræðistofnun. Nú er beinagrindin komin suður yfir heiðar.

 • 10.09.2010

  Frjómælingar í Reykjavík og á Akureyri í ágúst 2010

  Frjómælingar í Reykjavík og á Akureyri í ágúst 2010

  10.09.2010

  Í heild var frjófjöldi vel undir meðaltali í ágúst bæði á Akureyri og í Reykjavík en í Reykjavík reyndist heildarfjöldi frjókorna sá næst lægsti í 23 ár.

 • 03.09.2010

  Steypireyður verður varðveitt á Náttúrufræðistofnun

  Steypireyður verður varðveitt á Náttúrufræðistofnun

  03.09.2010

  Sá einstaki atburður átti sér stað í síðustu viku að steypireyði rak á land í landi Ásbúða á Skaga en heila steypireyði hefur afar sjaldan rekið hér á land. Engin beinagrind er til af steypireyði í landinu og örfáar til í heiminum og er rannsókna-, sýninga- og fræðslugildi því verulegt.

 • 17.08.2010

  Pödduvefur Náttúrufræðistofnunar 1 árs!

  Pödduvefur Náttúrufræðistofnunar 1 árs!

  17.08.2010


  Ár er liðið síðan pödduvefur Náttúrufræðistofnunar var settur á laggirnar. Markmiðið með vefnum er að fræða unga sem aldna um ýmsar tegundir smádýra á landi og í vötnum á Íslandi. Vefurinn hefur notið mikilla vinsælda og nýir pöddupistlar bætast við í viku hverri.

 • 06.08.2010

  Fréttatilkynning - Frjómælingar á Akureyri og í Reykjavík í júlí 2010

  Fréttatilkynning - Frjómælingar á Akureyri og í Reykjavík í júlí 2010

  06.08.2010

  Frjómælingar í júlímánuði sýna að heildarfjöldi frjókorna á Akureyri var langt undir meðallagi. Hins vegar var heildarfjöldi frjókorna í Reykjavík í júlí langt yfir meðallagi. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi fréttatilkynningu.

 • 20.07.2010

  Leiðangur Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar og Vestmannaeyja 2010

  Leiðangur Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar og Vestmannaeyja 2010

  20.07.2010


  Árleg ferð Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar var farin dagana 9.-16. júlí 2010. Einnig var komið við í Álsey og Elliðaey. Fjórir starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands voru í leiðangrinum, auk þátttakenda frá Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslunni, Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla. Leiðangurinn var farinn í samvinnu við Surtseyjarfélagið og Umhverfisstofnun en Náttúrustofa Suðurlands í Vestmannaeyjum skipulagði ferðirnar í Álsey og Elliðaey. Í Surtsey var gróður, fugla- og smádýralíf kannað, öndun og ljóstillífun í gróðri mæld, tekin sýni af jarðvegi og myndun hans rannsökuð. Einnig voru tekin sýni og gerðar athuganir á melgresi og fjöruarfa til rannsókna á stofnerfðafræði og uppruna þessara tegunda í eynni. Í Álsey og Elliðaey voru gerðar forrannsóknir á flóru, smádýralífi og virkni vistkerfa. Ætlunin er að auka rannsóknir í úteyjum Vestmannaeyja á næstu árum en líta má á þær sem gamlar Surtseyjar hvað myndun og framvindu lífríkis varðar.

 • 15.07.2010

  Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar rita í Árbók Ferðafélags Íslands

  Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar rita í Árbók Ferðafélags Íslands

  15.07.2010


  Nýverið kom út Árbók Ferðafélags Íslands 2010 sem að þessu sinni fjallar um Friðland að Fjallabaki. Höfundur er Ólafur Örn Haraldsson forseti Ferðafélagsins og er bókin glæsileg að vanda, prýdd fjölda ljósmynda og korta. Landlýsing er prýðileg sem og lýsingar á gönguleiðum. Í bókinni er jafnframt einkar skemmtilegur fróðleikur um ferðir manna um svæðið fyrr og nú sem farnar hafa verið á ýmsum forsendum, ekki síst í tengslum við smalamennsku.

 • 13.07.2010

  Skógarkerfill - Norðmenn farnir að sporna gegn útbreiðslu hans

  Skógarkerfill - Norðmenn farnir að sporna gegn útbreiðslu hans

  13.07.2010


  Skógarkerfill hefur víða breiðst út á Íslandi á undanförnum árum. Fram undir 2005 kvað mest að honum í Eyjafirði og á höfuðborgarsvæðinu en nú er hann einnig orðinn allútbreiddur á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Kerfillinn skýtur stöðugt upp kollinum á nýjum stöðum og er tekinn að setja svip á gróðurfar. Það er ekki bara á Íslandi sem skógarkerfillinn veldur áhyggjum hvað varðar aukna útbreiðslu, heldur einnig m.a. í Noregi, en þar í landi er verið að hefja rannsóknir á tegundinni með það að markmiði að reyna að hemja útbreiðslu hennar.

 • 09.07.2010

  Ferðir og vetrarstöðvar íslenskra hrafnsanda rannsakaðar

  Ferðir og vetrarstöðvar íslenskra hrafnsanda rannsakaðar

  09.07.2010


  Hrafnsendur eru með sjaldgæfustu öndum sem verpa á Íslandi. Þær er fyrst og fremst að finna á Mývatni og öðrum viðlíka votlendissvæðum í Þingeyjarsýslum. Náttúrufræðistofnun Íslands, Danmarks Miljøundersøgelser (NERI) og British Antarctic Survey (BAS) hófu rannsóknir á stofninum í Aðaldal á síðasta ári. Í ljós kom að íslensku fuglarnir höfðu margir hverjir haldið sig norðar en rannsóknir höfðu áður bent til.

 • 09.07.2010

  Frjómælingar í Reykjavík og á Akureyri í júní 2010 - fréttatilkynning

  Frjómælingar í Reykjavík og á Akureyri í júní 2010 - fréttatilkynning

  09.07.2010

  Frjómælingar í júnímánuði sýna að mikið var af frjókornum í loftinu, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Fjöldi frjókorna í júní var u.þ.b. tvöfalt meðaltal júnímánaðar 1988–2009 á báðum stöðum. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi fréttatilkynningu.

 • 02.07.2010

  Aðgerðir vegna útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils

  Aðgerðir vegna útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils

  02.07.2010

  Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri Landgræðslu ríkisins og Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands rita grein í Fréttablaðið 2. júlí 2010 um aðgerðir vegna útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils.

 • 01.07.2010

  Starfsmenn í atvinnuátaksverkefni

  Starfsmenn í atvinnuátaksverkefni

  01.07.2010


  Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í atvinnuátaki Vinnumálastofnunar og félags- og tryggingamálaráðuneytisins og hefur ráðið 10 starfsmenn til ýmissa átaksverkefna á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík.

 • 14.06.2010

  Ernir og fálkar skotnir þrátt fyrir stranga friðun

  Ernir og fálkar skotnir þrátt fyrir stranga friðun

  okn_falki_med_skotsar

  14.06.2010

  Rannsóknir Náttúrufræðistofnunar Íslands á hræjum friðaðra fugla sem fundist hafa á undanförnum árum sýna að fleiri en fimmti hver örn og fjórði hver fálki sem fundist hafa dauðir hafa verið skotnir. Þetta virðingarleysi fyrir landslögum kemur á óvart, en báðar þessar tegundir eru á válista og stranglega friðaðar, örninn frá 1914 og fálkinn frá 1940. Löggjöf um varðveislu og uppstoppun friðaðra fugla og verslun með þá er gölluð og því er erfitt að koma böndum á þessa ólöglegu iðju. Rótgróin óvild fámenns hóps í garð arnarins á hér einnig hlut að máli og fégræðgi þeirra sem höndla með friðaða fugla.

 • 11.06.2010

  Rjúpnatalningar 2010 - Fréttatilkynning

  Rjúpnatalningar 2010 - Fréttatilkynning

  11.06.2010

  Rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands nú í vor sýna að landið skiptist í tvo hluta með tilliti til stofnbreytinga rjúpunnar. Uppsveifla var í stofninum á Norður- og Austurlandi þriðja árið í röð og annað árið í röð á Vestfjörðum, samandregið var aukningin á þessum svæðum að meðaltali um 29%. Rjúpnastofninn á Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi hefur síðustu ár hagað sér á annan máta og þar hefur verið fækkun allt frá 2005 ef undan er skilið árið 2009. Samandregið fyrir öll talningasvæði í þessum landshlutum var meðalfækkun 39% á milli áranna 2009 og 2010. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna, afföllum 2009/2010 og veiði 2009.

 • 10.06.2010

  Frjómælingar í Reykjavík og á Akureyri í apríl og maí 2010 – fréttatilkynning

  Frjómælingar í Reykjavík og á Akureyri í apríl og maí 2010 – fréttatilkynning

  10.06.2010


  Fjöldi frjókorna í apríl og maí losaði 2000 frjó/m3 sem er það hæsta sem mælst hefur í Reykjavík. Birkifrjó hafa ekki verið fleiri síðan vorið 2006. Á Akureyri var mun minna um frjókorn enda tíðarfar fremur svalt. Hámark birkifrjóa þar verður nú í byrjun júní en ekki í maí eins og undanfarin ár. Framundan er frjótími grasa, túnsúru og hundasúru. Í júní eru frjótölur oftast lágar en geta farið yfir 10 þegar kemur fram í miðjan mánuðinn. Á stöðum þar sem gras er látið óslegið og það fær að blómgast og vaxa úr sér verða frjótölur þó mun hærri en mælingar sýna. Á Íslandi er grasofnæmi algengasta frjóofnæmið.

 • 28.05.2010

  Sinubruni í landi Jarðlangsstaða við Langá á Mýrum

  Sinubruni í landi Jarðlangsstaða við Langá á Mýrum

  28.05.2010

  Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa kannað umfang og útbreiðslu sinubrunans sem varð í landi Jarðlangsstaða 26. maí 2010. 

 • 20.05.2010

  Eldfjallaútfellingar frá nýju gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi

  Eldfjallaútfellingar frá nýju gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi

  20.05.2010


  Í eldgosum, eða í kjölfar þeirra, myndast ýmiss konar útfellingar. Þessar eldfjallaútfellingar mynda skánir á yfirborði hrauna, í hraunhellum eða við gígop. Flestar útfellinganna verða til beint úr hraunkvikugasi sem streymir út um op í kólnandi berginu. Útfellingasteindirnar ralstónít, HD og thenardít eru meðal þeirra tegunda sem myndast hafa á hrauni sem rann í Fimmvörðuhálsgosinu.

 • 19.05.2010

  Rauðhumla - athyglisverður nýr landnemi

  Rauðhumla - athyglisverður nýr landnemi

  19.05.2010


  Á undanförnum árum hafa allmargir nýliðar bæst við smádýrafánu landsins og á hlýnandi loftslag þar að öllum líkindum umtalsverðan þátt. Fæstar þeirra vekja athygli almennings enda skaðlausar og hverfa í hópinn sem fyrir er. Aðrar vekja meiri athygli ýmist vegna þess að þær eru ólíkar tegundum sem við eigum að venjast eða fyrir að vera óþokkar og valda skaða og leiðindum. Rauðhumla er nýliði sem sker sig úr hópnum fyrir sérstakt útlit en hún verður seint talin til óþokkanna.

 • 06.05.2010

  Vangaveltur um hegðun eldstöðva á Suðurlandi

  Vangaveltur um hegðun eldstöðva á Suðurlandi

  06.05.2010

  Sigmundur Einarsson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands ritar grein á vef stofnunarinnar þar sem hann veltir fyrir sér breytingum sem orðið hafa á hegðun sumra af stóru eldstöðvunum á Suðurlandi eftir miðja síðustu öld. Þegar Katla sveikst um að gjósa eftir miðja 20. öld spurðu ýmsir hvort verið gæti að gos í Vestmannaeyjum hefðu slegið Kötlu út af laginu. Og nú er talið að Heklugos sé í vændum. Ætli gosið í Eyjafjallajökli sé líklegt til að trufla þau áform? Þá benda söguleg tengsl milli gosa í Kötlu og Eyjafjallajökli til að stutt sé í næsta Kötlugos.

 • 05.05.2010

  Ráðstefna um vernd og endurheimt votlendis

  Ráðstefna um vernd og endurheimt votlendis

  05.05.2010


  Að frumkvæði umhverfisráðuneytisins verður efnt til ráðstefnu í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands um votlendi og endurheimt þess. Titill ráðstefnunnar er Endurheimt votlendis - hvað þarf til? Ráðstefnan er haldin í tilefni alþjóðlegs árs líffræðilegrar fjölbreytni og í ljósi vaxandi umræðu um mikilvægi votlendis í loftslagsbreytingum.

 • 05.05.2010

  Nýtt Fjölrit Náttúrufræðistofnunar - Gömul íslensk steinasöfn í Kaupmannahöfn

  Nýtt Fjölrit Náttúrufræðistofnunar - Gömul íslensk steinasöfn í Kaupmannahöfn

  05.05.2010


  Út er komið nýtt Fjölrit Náttúrufræðistofnunar „Gömlu íslensku steinasöfnin í Geologisk Museum í Kaupmannahöfn“, en ritið er það 53. í röðinni. Höfundur þess er Sveinn P. Jakobsson.

 • 27.04.2010

  Málþing til heiðurs Ingva Þorsteinssyni

  Málþing til heiðurs Ingva Þorsteinssyni

  27.04.2010

  Náttúrufræðingurinn Ingvi Þorsteinsson fagnar um þessar mundir áttatíu ára afmæli. Ingvi hefur um áratuga skeið helgað störf sín gróðurvernd og landgræðslu og var hann m.a. einn af stofnendum Landverndar og sat þar lengi í stjórn. Ennfremur átti hann frumkvæði að stofnun Gróðurs fyrir fólk í Landnámi Ingólfs. Þekktastur er Ingvi fyrir að hafa haft veg og vanda að kortlagningu gróðurs á Íslandi og Grænlandi. Margar greinar og rit um landgræðslu, gróðurvernd og önnur náttúruverndarmál liggja eftir Ingva. Náttúrufræðingurinn Ingvi hefur alla tíð sinnt sínum störfum af mikilli ástríðu og hefur hann öðrum fremur haft lag á að hrífa með sér fólk málstað náttúruverndar til framdráttar.


  Málþingið verður haldið í Norræna húsinu fimmtudaginn 29. apríl kl. 14:00.

 • 26.04.2010

  Hvað gerir eldgosið í Eyjafjallajökli sérstakt?

  Hvað gerir eldgosið í Eyjafjallajökli sérstakt?

  kj_eyjafjallajokull

  26.04.2010

  Hversvegna hafa önnur eldgos á Íslandi ekki truflað flugumferð? Þetta er önnur tegund af eldgosi.

 • 26.04.2010

  Villisveppir á barrnálabeði

  Villisveppir á barrnálabeði

  26.04.2010


  Hvað gerist þegar sveppafræðingur skreppur út í skóg með körfu og beittan hníf undir því yfirskini að safna sér sveppum í matinn til vetrarins? Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, mun flytja erindi um sveppavertíðina 2009 á Akureyri næstkomandi miðvikudag.

 • 23.04.2010

  Hrafnaþing 28. apríl: Sameindaerfðafræði notuð til að meta líffræðilega fjölbreytni

  Hrafnaþing 28. apríl: Sameindaerfðafræði notuð til að meta líffræðilega fjölbreytni

  23.04.2010

  Kristinn P. Magnússon líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun flytur erindi sitt „Sameindaerfðafræði notuð til að meta líffræðilega fjölbreytni“ miðvikudaginn 28. apríl næstkomandi.

 • 19.04.2010

  Náttúruverndarþing: Náttúruvernd á krossgötum - vörn og sókn

  Náttúruverndarþing: Náttúruvernd á krossgötum - vörn og sókn

  19.04.2010

  Náttúru- og umhverfisverndarsamtök á Íslandi boða til náttúruverndarþings í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð laugardaginn 24. apríl nk. kl. 10.00-15.30. Náttúruverndarþing er haldið til að leiða saman alla þá sem hafa áhuga á umhverfis- og náttúruverndarmálum. Markmiðið er að skapa öflugan grundvöll samstarfs og umræðu um málefni og baráttuaðferðir náttúruverndarfólks og náttúruverndarsamtaka á Íslandi.

 • 19.04.2010

  Vöktun fiðrilda undir áhrifum eldsumbrota

  Vöktun fiðrilda undir áhrifum eldsumbrota

  19.04.2010


  Föstudaginn 16. apríl, fyrsta dag 16. viku ársins, hófst fiðrildavöktun Náttúrufræðistofnunar Íslands í 16. sinn. Aðstæður að þessu sinni eru aðrar en áður þar sem þrjár vöktunarstöðvar eru í næsta nágrenni eldstöðvanna í Eyjafjallajökli. Fróðlegt verður að sjá hvort áhrifa af eldvirkninni gæti á stofna fiðrilda í sumar en ekki er ólíklegt að öskufall geti sett strik í þeirra reikning.

 • 09.04.2010

  Stöðva á útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils - fréttatilkynning

  Stöðva á útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils - fréttatilkynning

  09.04.2010


  Hætta á dreifingu alaskalúpínu í landinu nema á skilgreindum landgræðslu- og ræktunarsvæðum og í ár þarf að hefja starf við að uppræta alaskalúpínu og skógarkerfil á svæðum ofan 400 metra hæðar, í þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum. Þetta eru meðal tillagna sem Landgræðsla ríkisins og Náttúrufræðistofnun Íslands leggja fram í skýrslu sem stofnanirnar hafa skilað Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Tillögurnar miða að því að takmarka tjón af völdum alaskalúpínu og skógarkerfils í íslenskri náttúru en jafnframt að nýta kosti lúpínu við landgræðslu á rýrum svæðum.


 • 25.03.2010

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2010

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2010

  25.03.2010


  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar var haldinn í 17. sinn föstudaginn 19. mars síðastliðinn í Þjóðmenningarhúsinu að Hverfisgötu. Fundurinn var mjög vel sóttur en meginþema hans var kynning á vistgerðarannsóknum og verðmæti þeirra, verndargildi eldvirkra svæða á Íslandi og líffræðileg fjölbreytni bæði í fungu landsins sem og sjávarbotni.

 • 23.03.2010

  Eyjafjallajökull - Eldvirkni á Fimmvörðuhálsi á nútíma

  Eyjafjallajökull - Eldvirkni á Fimmvörðuhálsi á nútíma

  23.03.2010


  Eldgos hófst á norðanverðum Fimmvörðuhálsi um kl. 23 laugardaginn 20. mars og stendur enn þegar þetta er ritað. Jarðeldurinn kemur í kjölfar mikillar skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli undanfarnar þrjár vikur. Svipaðar hrinur jarðskjálfta hafa orðið undir Eyjafjallajökli frá árinu 1994 samfara landrisi. Ungar gosminjar hafa lengi verið þekktar á Fimmvörðuhálsi, þó jarðvísindamenn hafi greint á um aldur þeirra. Þó að minni jöklar á kuldatímabilum á nútíma hafi farið yfir þær eru þar heillegir gjallgígar og lítt rofin hraun sem ólíklegt verður að teljast að gætu staðist rofmátt ísaldarjökuls. Gos þessi hafa öll verið frekar lítil. Ekki er vitað hvort gosið hefur í jökli á sama tíma.

 • 22.03.2010

  Hrafnaþing 24. mars: Villisveppir á barrnálabeði - sveppavertíðin 2009

  Hrafnaþing 24. mars: Villisveppir á barrnálabeði - sveppavertíðin 2009

  22.03.2010

  Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Nattúrufræðistofnun, flytur erindi sitt „Villisveppir á barrnálabeði - sveppavertíðin 2009“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 24. mars næstkomandi.

 • 19.03.2010

  Málþing um Jarðminjagarða 24. mars í Salnum, Kópavogi

  Málþing um Jarðminjagarða 24. mars í Salnum, Kópavogi

  19.03.2010

  Málþingið „Jarðminjagarðar á Íslandi - Eldfjallagarður á Reykjanesskaga“ verður haldið í Salnum Kópavogi miðvikudaginn 24. mars næstkomandi. Það eru Jarðfræðafélag Íslands, Náttúrustofa Suðurlands, Náttúrustofa Norðurlands vestra, Náttúrustofa Reykjaness, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands sem standa að málþinginu og er það öllum opið.

 • 16.03.2010

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2010

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2010

  16.03.2010

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu föstudaginn 19. mars kl. 13:15 – 19:00.

 • 15.03.2010

  Laussvæfir geitungar á útmánuðum

  Laussvæfir geitungar á útmánuðum

  15.03.2010


  Borið hefur á því að geitungar hafi rumskað af vetrarsvefni nú á útmánuðum 2010 í meiri mæli en áður hefur vitnast en slíkt svefnrask hefur heyrt til undantekninga á þessum árstíma. Er einstök veðurblíða ástæðan eða er orsökin sú að óvenju margar drottningar bíða nú vorsins? Það mun væntanlega koma í ljós í sumar.

 • 05.03.2010

  Náttúrufræðistofnun skiptir miklu máli að mati mikils meirihluta þjóðarinnar

  Náttúrufræðistofnun skiptir miklu máli að mati mikils meirihluta þjóðarinnar

  05.03.2010


  Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að um 72,5% landsmanna telur að starfsemi Náttúrufræðistofnunar skipti miklu máli. Þetta kemur fram í athugun sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúrufræðistofnun í febrúarmánuði, samhliða venjulegum spurningavagni, og er sambærilegt við niðurstöður könnunarinnar undanfarin ár. Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar segist mjög sáttur við það traust og viðhorf til stofnunarinnar sem birtist í niðurstöðunum. „Það er mjög ánægjulegt að sjá þessar jákvæðu niðurstöður núna á þessum erfiðu tímum“ segir Jón Gunnar.

 • 04.03.2010

  Hrafnaþing 10. mars: Flokkun og verndargildi gróðurs og landgerða á háhitasvæðum á Íslandi

  Hrafnaþing 10. mars: Flokkun og verndargildi gróðurs og landgerða á háhitasvæðum á Íslandi

  04.03.2010

  Ásrún Elmarsdóttir, plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, flytur erindi sitt og Olgu Kolbrúnar Vilmundardóttur „Flokkun og verndargildi gróðurs og landgerða á háhitasvæðum á Íslandi“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 10. mars næstkomandi.

 • 05.02.2010

  Hrafnaþing 10. febrúar: Flokkun og verndargildi jarðminja á háhitasvæðum á Íslandi

  Hrafnaþing 10. febrúar: Flokkun og verndargildi jarðminja á háhitasvæðum á Íslandi

  05.02.2010

  Kristján Jónasson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt og Sigmundar Einarssonar „Flokkun og verndargildi jarðminja á háhitasvæðum á Íslandi“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 10. febrúar næstkomandi.

 • 01.02.2010

  Hvítabjörn í Þistilfirði - fréttatilkynning um fyrstu niðurstöður athugana

  Hvítabjörn í Þistilfirði - fréttatilkynning um fyrstu niðurstöður athugana

  01.02.2010


  Hvítabjörn var felldur skammt frá Óslandi í Þistilfirði 27. janúar s.l. Eftir að hafa tekið feldinn af dýrinu á Sauðárkróki var björninn fluttur til Reykjavíkur. Samkvæmt beiðni frá Náttúrufræðistofnun Íslands krufði Karl Skírnisson dýrafræðingur á Tilraunastöðinni á Keldum björninn ásamt þeim Ólöfu Guðrúnu Sigurðardóttur, meinafræðingi á Keldum og Þorvaldi Björnssyni, hamskera á Náttúrufræðistofnun. Fyrstu niðurstöður athugana eru í meðfylgjandi fréttatilkynningu.

 • 27.01.2010

  Að gefnu tilefni - Hvítabirnir á Íslandi

  Að gefnu tilefni - Hvítabirnir á Íslandi

  27.01.2010


  Tæplega 600 hvítabirnir, Ursus maritimus, hafa sést hér við land frá upphafi Íslandsbyggðar og er það lágmarkstala. Elsta heimildin er frá um 890 þegar Ingimundur gamli, landnámsmaður í Vatnsdal, sá birnu með tvo húna og að sögn varð þá til örnefnið Húnavatn í Þingi í Austur-Húnavatnssýslu.

 • 18.01.2010

  Úrslit teiknisamkeppni um bestu tígrisdýramyndina í tengslum við sýninguna Að spyrja Náttúruna - saga Náttúrugripasafnsins

  Úrslit teiknisamkeppni um bestu tígrisdýramyndina í tengslum við sýninguna Að spyrja Náttúruna - saga Náttúrugripasafnsins

  18.01.2010

  Sýningu Náttúrufræðistofnunar Íslands í Þjóðmenningarhúsinu Að spyrja Náttúruna – saga Náttúrugripasafnsins er nú lokið. Síðustu sýningarhelgina voru úrslit kynnt og verðlaun veitt í samkeppni stofnunarinnar um bestu teikninguna af tígrisdýri. Alls hlutu átta börn viðurkenningu í tveimur aldursflokkum; 6 til 7 ára og 8 ára og eldri.

 • 13.01.2010

  Síðasta sýningarhelgi; Að spyrja Náttúruna - saga Náttúrugripasafnsins

  Síðasta sýningarhelgi; Að spyrja Náttúruna - saga Náttúrugripasafnsins

  13.01.2010


  Síðasta sýningarhelgi Að spyrja Náttúruna – saga Náttúrugripasafnsins er komandi helgi. Á sýningunni er að finna fjölda uppstoppaðra dýra frá öllum heimshornum auk annarra náttúrugripa og muna úr sögu Náttúrugripasafnsins, s.s. geirfuglinn, tígrisdýr, eðlur, froska, apa, kristalla, gróðursýni, og svo mætti lengi telja. Sýningin var sett upp í Þjóðmenningarhúsinu af Náttúrufræðistofnun Íslands í mars sl. til að minnast 100 ára afmælis starfsemi í Þjóðmenningarhúsinu en blómaskeið Náttúrugripasafnsins stóð yfir þá áratugi sem Safnahúsið, eins og húsið var gjarnan nefnt þá, hýsti starfsemina eða frá opnun hússins 1909 til ársins 1960.

 • 12.01.2010

  Farflug kríunnar - hulunni svipt af lengstu ferðalögum dýra í heiminum

  Farflug kríunnar - hulunni svipt af lengstu ferðalögum dýra í heiminum

  12.01.2010


  Í glænýrri grein í bandaríska vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences koma fram nýjar upplýsingar um farhætti kríunnar. Alþjóðlegur samstarfshópur vísindamanna, þ. á m. frá Íslandi, hafa komist að því að krían – þessi litli fugl sem er aðeins rúm 100 grömm að þyngd – flýgur meira en 70 þúsund kílómetra á árlegu farflugi póla á milli. Sumar kríur fljúga sem samsvarar þremur ferðum til tunglsins og til baka um ævina.