Fréttir

 • 27.01.2010

  Að gefnu tilefni - Hvítabirnir á Íslandi

  Að gefnu tilefni - Hvítabirnir á Íslandi

  27.01.2010


  Tæplega 600 hvítabirnir, Ursus maritimus, hafa sést hér við land frá upphafi Íslandsbyggðar og er það lágmarkstala. Elsta heimildin er frá um 890 þegar Ingimundur gamli, landnámsmaður í Vatnsdal, sá birnu með tvo húna og að sögn varð þá til örnefnið Húnavatn í Þingi í Austur-Húnavatnssýslu.

 • 18.01.2010

  Úrslit teiknisamkeppni um bestu tígrisdýramyndina í tengslum við sýninguna Að spyrja Náttúruna - saga Náttúrugripasafnsins

  Úrslit teiknisamkeppni um bestu tígrisdýramyndina í tengslum við sýninguna Að spyrja Náttúruna - saga Náttúrugripasafnsins

  18.01.2010

  Sýningu Náttúrufræðistofnunar Íslands í Þjóðmenningarhúsinu Að spyrja Náttúruna – saga Náttúrugripasafnsins er nú lokið. Síðustu sýningarhelgina voru úrslit kynnt og verðlaun veitt í samkeppni stofnunarinnar um bestu teikninguna af tígrisdýri. Alls hlutu átta börn viðurkenningu í tveimur aldursflokkum; 6 til 7 ára og 8 ára og eldri.

 • 13.01.2010

  Síðasta sýningarhelgi; Að spyrja Náttúruna - saga Náttúrugripasafnsins

  Síðasta sýningarhelgi; Að spyrja Náttúruna - saga Náttúrugripasafnsins

  13.01.2010


  Síðasta sýningarhelgi Að spyrja Náttúruna – saga Náttúrugripasafnsins er komandi helgi. Á sýningunni er að finna fjölda uppstoppaðra dýra frá öllum heimshornum auk annarra náttúrugripa og muna úr sögu Náttúrugripasafnsins, s.s. geirfuglinn, tígrisdýr, eðlur, froska, apa, kristalla, gróðursýni, og svo mætti lengi telja. Sýningin var sett upp í Þjóðmenningarhúsinu af Náttúrufræðistofnun Íslands í mars sl. til að minnast 100 ára afmælis starfsemi í Þjóðmenningarhúsinu en blómaskeið Náttúrugripasafnsins stóð yfir þá áratugi sem Safnahúsið, eins og húsið var gjarnan nefnt þá, hýsti starfsemina eða frá opnun hússins 1909 til ársins 1960.

 • 12.01.2010

  Farflug kríunnar - hulunni svipt af lengstu ferðalögum dýra í heiminum

  Farflug kríunnar - hulunni svipt af lengstu ferðalögum dýra í heiminum

  12.01.2010


  Í glænýrri grein í bandaríska vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences koma fram nýjar upplýsingar um farhætti kríunnar. Alþjóðlegur samstarfshópur vísindamanna, þ. á m. frá Íslandi, hafa komist að því að krían – þessi litli fugl sem er aðeins rúm 100 grömm að þyngd – flýgur meira en 70 þúsund kílómetra á árlegu farflugi póla á milli. Sumar kríur fljúga sem samsvarar þremur ferðum til tunglsins og til baka um ævina.