Síðasta sýningarhelgi; Að spyrja Náttúruna - saga Náttúrugripasafnsins

Framsetning er í anda sýninga frá fyrri hluta síðustu aldar; uppstoppuðum dýrum er stillt upp án frekari skýringa eða samhengis. En nálægðin við hin framandi og merkilegu dýr heillar jafnt unga sem aldna. Sýningin hefur reynst sérlega skemmtileg fyrir leikskólanemendur og nemendur yngsta stigs grunnskóla sem hafa flykkst á sýninguna í skipulögðum heimsóknum. Á þessum fáu mánuðum sem sýningin hefur staðið hafa yfir 3.000 nemendur heimsótt hana í fylgd kennara sinna og glímt við nokkrar léttar rannsóknarspurningar um dýrin og teiknað uppáhaldsdýrið sitt.



Einfölduð mynd af farháttum kría, frá því þær yfirgefa varpstöðvar á Grænlandi og Íslandi síðsumars og mæta á vetrarstöðvarnar við Suðurheimsskautið. Skömmu eftir að þær byrja ferðalagið suður (gula línan) staldra fuglarnir við á miðju Norður-Atlantshafi (lítill hringur) í um mánaðartíma áður en þeir halda áfram. Vetrarheimkynni við Suðurheimskautið eru í Weddellhafinu suður og austur af Suður-Ameríku (stór hringur). Heimferðin norður á bóginn undir vor (hvíta línan) tekur yfir tvisvar sinnum styttri tíma en suðurferðin. Fuglarnir fljúga eftir ferli sem er eins og stórt „S“ norður eftir miðju Atlantshafi. Þeir reyna að koma við á svæðum sem eru fæðurík en slík hafsvæði eru sýnd í gulum eða grænum litum.



Einfölduð mynd af farháttum kría, frá því þær yfirgefa varpstöðvar á Grænlandi og Íslandi síðsumars og mæta á vetrarstöðvarnar við Suðurheimsskautið. Skömmu eftir að þær byrja ferðalagið suður (gula línan) staldra fuglarnir við á miðju Norður-Atlantshafi (lítill hringur) í um mánaðartíma áður en þeir halda áfram. Vetrarheimkynni við Suðurheimskautið eru í Weddellhafinu suður og austur af Suður-Ameríku (stór hringur). Heimferðin norður á bóginn undir vor (hvíta línan) tekur yfir tvisvar sinnum styttri tíma en suðurferðin. Fuglarnir fljúga eftir ferli sem er eins og stórt „S“ norður eftir miðju Atlantshafi. Þeir reyna að koma við á svæðum sem eru fæðurík en slík hafsvæði eru sýnd í gulum eða grænum litum.

Grunnskólanemendur skoða geirfuglinn á sýningunni Að spyrja Náttúruna - saga Náttúrugripasafnsins. Ljósm. Þórdís Ágústsdóttir. Nemendur teikna uppáhaldsdýrið sitt, þ.á m. tígrisdýrið. Ljósm. Þórdís Ágústsdóttir.

Einn eftirminnilegasti gripurinn sem til sýnis var í Náttúrugripasafninu á tímum þess í Safnahúsinu er tígrisdýrið og er það einmitt á sýningunni nú. Náttúrufræðistofnun efndi til samkeppni um bestu teikninguna af tígrisdýri og úrval teikninga sem bárust í samkeppnina verður sýnt síðustu sýningarhelgina, 16. – 17. janúar, í tengslum við afhendingu verðlauna og viðurkenningarskjala sem fram fer á laugardaginn kl. 14.