Úrslit teiknisamkeppni um bestu tígrisdýramyndina í tengslum við sýninguna Að spyrja Náttúruna - saga Náttúrugripasafnsins

18.01.2010
Sýningu Náttúrufræðistofnunar Íslands í Þjóðmenningarhúsinu Að spyrja Náttúruna – saga Náttúrugripasafnsins er nú lokið. Síðustu sýningarhelgina voru úrslit kynnt og verðlaun veitt í samkeppni stofnunarinnar um bestu teikninguna af tígrisdýri. Alls hlutu átta börn viðurkenningu í tveimur aldursflokkum; 6 til 7 ára og 8 ára og eldri.

Ísar Hugi Gestsson Fanndal fékk 1. verðlaun í yngri hópnum og 2. – 4. verðlaun hlutu Páll Rúnar Sigurðsson, Máni Hrafn Bergmann Maronsson og Eva Rut Ásþórsdóttir. Í eldri hópnum tók Kornelía Þöll Bjarnadóttir við 1. verðlaunum og 2. – 4. verðlaun fengu Arnar Sigurvinsson, Arnaldur Ólafsson og Ingólfur Geirdal. Vinningshafarnir mættu allir í Þjóðmenningarhúsið ásamt aðstandendum sínum og veittu verðlaunum viðtöku.

Vinningshafar standa hjá myndunum sínum. Frá vinstri: Arnar Sigurvinsson, Ingólfur Geirdal, Arnaldur Ólafsson, Kornelía Þöll Bjarnadóttir, Ísar Hugi Gestsson Fanndal, Eva Rut Ásþórsdóttir, Páll Rúnar Sigurðsson og Máni Hrafn Bergmann Maronsson. Ljósm. Anette Th. Meier.

Alls bárust 131 teikning í samkeppnina. Náttúrufræðistofnun þakkar öllum þátttökuna í samkeppninni. Það voru bæði náttúrufræðingar og listamenn sem fengu það vandasama verk að velja bestu myndirnar.

Sýningin Að spyrja Náttúruna – saga Náttúrugripasafnsins reyndist sérlega vinsæl meðal leikskólanemenda og nemenda yngsta stigs grunnskóla sem flykktust á sýninguna í skipulögðum heimsóknum. Á þessum fáu mánuðum sem sýningin stóð yfir heimsóttu yfir 3.000 nemendur hana í fylgd kennara sinna og glímdu við nokkrar léttar rannsóknarspurningar um dýrin og teiknuðu uppáhaldsdýrið sitt. Allir vinningshafarnir í teiknisamkeppninni, utan einn, sáu sýninguna með bekknum sínum.

Hér fyrir neðan má sjá allar vinningsmyndirnar (smellið á mynd til að stækka).

1. verðlaun í hópi 6-7 ára, Ísar 1.verdlaun í hópi 8 ára og eldri, Kornelía
1. verðlaun í hópi 6 til 7 ára, Ísar Hugi Gestsson Fanndal, 7 ára. 1. verðlaun í hópi 8 ára og eldri, Kornelía Þöll Bjarnadóttir, 8 ára.


2.-4. verðlaun í hópi 6-7 ára, Eva 2.-4. verðlaun í hópi 8 ára og eldri, Arnaldur
2. til 4. verðlaun í hópi 6 til 7 ára, Eva Rut Ásþórsdóttir, 7 ára. 2. til 4. verðlaun í hópi 8 ára og eldri, Arnaldur Ólafsson, 9 ára.


2.-4. verðlaun í hópi 6-7 ára, Máni 2.-4. verðlaun í hópi 8 ára og eldri, Arnar
2. til 4. verðlaun í hópi 6 til 7 ára, Máni Hrafn Bergmann Maronsson, 6 ára. 2. til 4. verðlaun í hópi 8 ára og eldri, Arnar Sigurvinsson, 8 ára.


2.-4. verðlaun í hópi 6-7 ára, Páll 2.-4. verðlaun í hópi 8 ára og eldri, Ingólfur
2. til 4. verðlaun í hópi 6 til 7 ára, Páll Rúnar Sigurðsson, 6 ára. 2. til 4. verðlaun í hópi 8 ára og eldri, Ingólfur Geirdal, 8 ára.


Frá verðlaunaafhendingu í Þjóðmenningarhúsi fyrir bestu tígrisdýramyndina

Smellið á mynd til að stækka. (Ljósm. Anette Th. Meier)

Páll Rúnar Sigurðsson tekur við verðlaunum sínum Máni Hrafn Bergmann Maronsson er hér með sín verðlaun
Páll Rúnar Sigurðsson tekur við verðlaunum sínum úr hendi Birtu Bjargardóttur frá Náttúrufræðistofnun. Í verðlaun voru teikniblokk og litir. Máni Hrafn Bergmann Maronsson er hér með sín verðlaun.
Eva Rut Ásþórsdóttir með sín verðlaun í hópi 6 til 7 ára Ísar Hugi Gestsson Fanndal hlaut 1. verðlaun í hópi 6 til 7 ára
Eva Rut Ásþórsdóttir með sín verðlaun í hópi 6 til 7 ára. Ísar Hugi Gestsson Fanndal hlaut 1. verðlaun í hópi 6 til 7 ára fyrir mynd sína „Hlaupandi tígur“. Í verðlaun var bókin Dýraríkið, ásamt ýmsu myndlistarefni.
Arnar Sigurvinsson hlaut 2.-4. verðlaun í hópi 8 ára og eldri Arnaldur Ólafsson hlaut 2.-4. verðlaun í hópi 8 ára og eldri
Arnar Sigurvinsson hlaut 2.-4. verðlaun í hópi 8 ára og eldri. Allir verðlaunahafar fengu einnig viðurkenningarskjal. Arnaldur Ólafsson hlaut 2.-4. verðlaun í hópi 8 ára og eldri.
Hér er Ingólfur Geirdal nýbúinn að taka við sínum verðlaunum Kornelía Þöll Bjarnadóttir hlaut 1. verðlaun í hópi 8 ára og eldri
Hér er Ingólfur Geirdal nýbúinn að taka við sínum verðlaunum. Kornelía Þöll Bjarnadóttir hlaut 1. verðlaun í hópi 8 ára og eldri. Hér er hún með verðlaunin sín, bókina Dýraríkið og ýmist myndlistarefni.
Vinningshafar og aðstandendur fylgjast með verðlaunaafhendingunni Gestir virða fyrir sér tígrisdýrið og fleiri gripi á sýningunni
Bókasalurinn í Þjóðmenningarhúsinu. Vinningshafar og aðstandendur fylgjast með verðlaunaafhendingunni. Gestir virða fyrir sér tígrisdýrið og fleiri gripi á sýningunni Að spyrja Náttúruna – saga Náttúrugripasafnsins.
Myndir frá 8 ára og eldri Myndir frá 6 til 7 ára
Séð yfir hluta af myndum sem bárust í teiknisamkeppnina, aðallega myndir frá 8 ára og eldri. Fleiri myndir, aðallega frá 6 til 7 ára.
Gestir skoða myndavegginn Boðið var upp á kakó eftir verðlaunaafhendinguna
Gestir skoða myndavegginn. Boðið var upp á kakó og aðrar veitingar eftir verðlaunaafhendinguna í Þjóðmenningarhúsinu.