Hvítabjörn í Þistilfirði - fréttatilkynning um fyrstu niðurstöður athugana
01.02.2010
Hvítabjörn var felldur skammt frá Óslandi í Þistilfirði 27. janúar s.l. Eftir að hafa tekið feldinn af dýrinu á Sauðárkróki var björninn fluttur til Reykjavíkur. Samkvæmt beiðni frá Náttúrufræðistofnun Íslands krufði Karl Skírnisson dýrafræðingur á Tilraunastöðinni á Keldum björninn ásamt þeim Ólöfu Guðrúnu Sigurðardóttur, meinafræðingi á Keldum og Þorvaldi Björnssyni, hamskera á Náttúrufræðistofnun. Fyrstu niðurstöður athugana eru í meðfylgjandi fréttatilkynningu.
Fréttatilkynning um fyrstu niðurstöður athugana á birnunni sem felld var í Þistilfirði þann 27. janúar s.l.
Fyrir áhugasama eru nýlega komnar út 2 greinar í Náttúrufræðingnum um birnina tvo sem felldir voru í Skagafirði sumarið 2008 (hér og hér).